Einfaldi laxinn sem matvandir elska

  ,   

júlí 22, 2019

Grillaður lax með asísku ívafi.

  • Fyrir: 3-4

Hráefni

Lax:

900 g laxaflak

120 ml soyasósa, t.d. frá Blue dragon

60 ml hrísgrjónaedik, t.d. Rice vinegar frá Blue dragon

2 hvítlauksrif, pressuð

1 tsk rifið engifer, hægt að kaupa í krukku frá Blue dragon

safi úr 1 sítrónu

Toppað með:

1/2 búnt vorlaukur, skorinn

ristuð sesamfræ

Meðlæti:

Tilda hrísgrjón

Leiðbeiningar

1Setjið öll hráefnin nema laxinn í pott og hitið að suðu.

2Lækkið hitann og látið malla í um 10 mínútur eða þar til sósan er orðin þykkari.

3Stillið ofninn á grill og setjið álpappír á bökunarplötu.

4Setjið laxinn þar á og penslið ríflega með sósunni.

5Látið laxinn í ofninn, sirka 15 cm frá grillinu og eldið í 10-15 mínútur (eftir þykkt). Það koma dökkir blettir á fiskinn en þar er bara betra.

6Varist að ofelda laxinn og takið úr ofninum rétt áður en hann er fulleldaður.

7Penslið með sósunni og stráið ristuðum sesamfræjum og vorlauk yfir.

8Berið fram með hrísgrjónum.

Uppskrift frá GRGS.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Ljúffenga humarsúpan sem er einfaldari en þig grunar

Þessi humarsúpa er einstaklega bragðgóð, kraftmikil og silkimjúk.

Ljúffengar og fljótlegar fiskibollur

Sælkera fiskibollur með TUC kexi og mangósósu.

Steikt hrísgrjón með risarækjum og tómatchilímauki

Girnilegur risarækjuréttur með spicy bragði.