Dýrðlegt fiski Tacos með Habanero sósu

    

apríl 3, 2021

Þetta er afar auðveld uppskrift, það þarf einungis að steikja fiskinn sem er velt upp úr blöndu af panko raspi og parmesan og guð hvað það er gott.

Hráefni

Fiskurinn

500 gr ýsa

1 dl hveiti

3 egg

2 msk rjómi

1 bolli panko rasp (ath ekki sama og paxo rasp passa það)

1 bolli rifinn parmesan ostur

salt

pipar

Hrásalatið

1/4 haus ferskt rauðkál

1/4 - 1/2 kínakálshaus

2 avocado

1/2 box piccolo tómatar eða aðrir smátómatar

1/2 rauðlaukur

1 stk mexíko ost

1 lítil dós ananas

safi úr 1/2 lime

salt

pipar

Sósan

1 dós sýrður rjómi

1/2 bolli majónes eða 200 gr

2 tsk lime safi

1 msk ananassafi úr ananas dósinni

1 tsk hvítlauksduft (ath ekki hvítlaukssalt, heitir garlic powder)

1 tsk laukduft eða onion powder

1/2 tsk cumin (ath ekki kúmen eins og í kringlum)

1 tsk timian þurrkað

25 dropar Tabasco® sósa með habanero

1/2 tsk fínt borðsalt

svartur pipar

Annað

1 askja Philadelphia ostur Original

1-2 pakkar af mjúkum tacos kökum (mæli með frá Mission street food)

Osta Nachos (ég notaði frá Maarud)

Leiðbeiningar

Fiskurinn

1Gott er að byrja á að gera hrásalatið og sósuna og láta ýsuflakið liggja á eldhúspappír á meðan til að ná mesta raka úr

2Þegar salat og sósa er til skerið þá fiskinn í litla ferninga á stærð við gúllas bita

3Setjið hveiti á einn disk, egg, rjóma, salt og pipar á annan og panko blandað með parmesan á þriðja og hrærið vel í eggjablöndunni

4Byrjið á að velta fiskinum upp úr hveitinu og hristið allt umframhveiti af

5Veltið næst upp úr eggjunum og hristið umframegg af

6Veltið svo síðast upp úr Panko parmesan blöndunni

7Raðið stykkjunum á disk við hlið hvor annars, en ekki ofan á hvort annað, og hitið góða olíu á pönnu

8Steikið svo fiskinn á pönnuni í vel heitri olíunni þar til hann er orðin gylltur og fagur

9Þegar hann er tekinn af pönnunni er gott að leggja hann á disk með eldhúspappa á til að olían leki í pappann

Hrásalatið

1Skerið rauðkálið mjög smátt eða rífið það niður með rifjárni, skerið líka kínakálið mjög smátt ásamt lauknum

2Blandið saman í skál

3Rífið niður mexíkó ostinn, skerið tómatana í tvennt til þrennt og avókadóið í smáa bita

4Bætið þessu saman við salatið en ekki hræra alveg strax

5Takið næst ananasinn upp úr dósinni og skerið afar smátt og gott er að stappa hann smá með gafflinum, geymið safann í dósinni

6Hellið nú ananasnum út í skálina, saltið, piprið og kreistið lime safann yfir allt

7Hrærið nú öllu vel saman í skálinni og leggjið til hliðar

Sósan

1Hrærið saman majónesi og sýrðum rjóma

2Bætið svo kryddum ásamt salti og pipar út í og hrærið vel

3Bætið svo ananassafa, tabasco sósu og lime safanum út í og hrærið. Gott að geyma í ísskáp þar til hún er borin fram og þið megið líka bæði minnka eða auka við tabasco sósuna eftir því hversu sterka þið viljið hafa hana, mín var ekki neitt rífandi sterk

Tacos samsetning

1Takið eina mjúka tacos köku og hitið hana ef þið viljið örstutt í örbylgju (ég sleppti því þar sem þær eru svaka mjúkar)

2Smyrjið svo góðu lagi af Philadelphia osti yfir kökuna

3Þekjið hana næst með hrásalatinu og setjið fiskinn ofan á salatið

4Brjótið smá ostanachos yfir og setjið hvítu sósuna að lokum ofan á

5Gott er svo að hafa tabasco sósuna með til hliðar fyrir þá sem vilja enn meira sterkt

6Ef þú elskar kóríander má hafa það líka með, en ég sleppi því alltaf enda ekki með kóríander genið

Uppskrift frá Maríu á paz.is

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Grilluð Hoisin bleikja

Grilluð bleikja að asískum ættum. Sumarlegur og ferskur réttur.

Bleikja með Philadelphia rjómaosti og Eat Real krönsi

Einföld bleikja með rjómaosti og krösti, bakað í ofni.

Alfredo pasta með tígrisrækjum og rjómaosti

Tígrisrækjur og penne pasta í ljúffengri Alfredo sósu er afar gómsæt blanda og passar sérlega vel að sötra ískalt hvítvín með.