Dumplings með hvítlauks hunangssósu og grænmeti

  ,   

júní 12, 2020

Alveg geggjaður réttur, steikt grænmeti með hvítlauks hunangssósu, dumplings og grjónum.

  • Undirbúningur: 5 mín
  • Eldun: 20 mín
  • 5 mín

    20 mín

    25 mín

  • Fyrir: 4-6

Hráefni

Grænmetið

2 cm þykkur langur bútur af engiferrót

500 gr sykurbaunir ferskar

250 gr sveppir

1 græn paprika

3 meðalstórar gulrætur

4 vorlaukar

1 dl góð olía (ekki nota ólífu frekar bragðlitla matarolíu)

2 pakkar Itsu kjúklinga dumplings

smá kreista af sítrónusafa

Sósan

185 gr hunang

4 msk Blue Dragon sojasósa

2 msk kartöflumjöl

1 msk Tabasco sriracha sósa

2 msk Blue Dragon sweet chili sósa

2 tsk hvítlauksduft (ath ekki hvítlaukssalt) heitir garlic powder á ensku

1 1/2 dl soðið vatn

ofan á

Græni parturinn af vorlauknum

ristuð sesam fræ

ristaðar kasjú hnetur

2 pokar af Tilda Basmati grjónum soðin

Leiðbeiningar

Grænmetið

1Skerið papriku niður í mjóar ræmur langsum og gerið það líka við gulræturnar og engiferrótina (ég notaði skrælara til að skera gulrótina langsum í þunnar ræmur)

2Skerið sveppi í sneiðar og leyfið sykurbaunum að vera heilum. Vorlaukin er fallegt að skera á ská en bara laukpartinn af honum, geymið efsta græna lagið

3Hitið svo olíuna á pönnu og setjið allt grænmetið saman út á og saltið létt yfir og piprið

4Leyfið grænmetinu að mýkjast ögn og kreystið smá sítrónusafa yfir, gott að leyfa því að malla og hræra reglulega í í eins og 10 mínútur

5Gerið svo sósuna á meðan og sjóðið grjónin eftir leiðbeiningum

Sósan

1Setjið í pott við miðlungshita hunang, sojasósu, Srirachasósu, sweet chili sósu og hvítlauksduft þar til fer að sjóða

2Setjið þá kartöflumjölið út í og hrærið mjög vel á meðan svo verði ekki kekkjótt

3Bætið svo heita vatninu strax út í og hrærið vel þar til verður orðið þykkt en hún þarf að sjóða smá

4Hellið svo sósunni yfir grænmetið og hrærið saman

5Setjið svo Dumplingsið út á og hrærið vel aftur og leyfið að malla undir loki í c.a 10 mínútur en hrærið reglulega í á milli

6Ristið fræin og hneturnar og klippið græna partinn af vorlauknum í litla hringi

7Berið fram með grjónin undir, réttinn ofan á og toppið með vorlauk, sesamfræjum og kasjú hnetum

Uppskrift frá PAZ.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Kjúklingaréttur með grænmeti og balsamik rjómasósu

Æðislegur kjúklingaréttur sem einfalt er að gera.

Litríkt salat með dumplings og japanskri dressingu

Hér er á ferðinni alveg ótrúlega einfaldur og fljótlegur réttur. Hentar vel sem forréttur eða léttur kvöldverður.

Kjúklingur í karrí og Kókos

Afar fljótlegur og gómsætur kjúklingur í Karrý og kókos sem er æðislegur með hrísgrjónum. Þennan er gott að gera í meira magni og hita upp í hádeginu daginn eftir!