Drauma Oreo ís

  

ágúst 27, 2020

Uppskriftin er afar einföld og fljótleg! Það eru aðeins 5 hráefni í þessum sjúklega góða Oreo ís.

Hráefni

4 eggjarauður

60 g sykur

5 dl rjómi

2 tsk vanilludropar

½ – ⅓ poki Oreo crumble (200-300 g)

Dumle sósa

10 Dumle karamellur

½ dl rjómi

Leiðbeiningar

1Byrjið á því að léttþeyta rjómann og taka hann til hliðar.

2Þeytið eggjarauður og sykur þar til blandan verður létt og ljós. Bætið vanilludropum við í lokin og hrærið.

3Blandið eggjablöndunni varlega saman við rjómann.

4Bætið svo í lokin Oreo crumble saman við og hrærið varlega.

5Setjið ísinn í 26×12 cm ílangt form

6Skreytið með Oreo crumble og frystið hann. Berið fram með því sem ykkur langar.

Dumle Sósa

1Bræðið saman karamellurnar og rjómann í potti við vægan hita og hrærið.

Uppskrift frá Hildi Rut hjá Trendnet.is

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Þjóðhátíðardesertinn 2021

Mmmm þessi kaka var svoooo góð og fersk, það er líka mjög fljótlegt og einfalt að útbúa þessa dásemd!

Dumle Karamellubitar

Karamellukökubitar sem eru aðeins of djúsí, löðrandi í karamellu með smákökubita botni og þrenns konar súkkulaði, tilvalið í veislurnar.

Eplapanna á grillið

Girnilegt epla pæ í pönnu á grillið eða í ofninn, toppað með Dumle karamellum.