Drauma Oreo ís

  

ágúst 27, 2020

Uppskriftin er afar einföld og fljótleg! Það eru aðeins 5 hráefni í þessum sjúklega góða Oreo ís.

Hráefni

4 eggjarauður

60 g sykur

5 dl rjómi

2 tsk vanilludropar

½ – ⅓ poki Oreo crumble (200-300 g)

Dumle sósa

10 Dumle karamellur

½ dl rjómi

Leiðbeiningar

1Byrjið á því að léttþeyta rjómann og taka hann til hliðar.

2Þeytið eggjarauður og sykur þar til blandan verður létt og ljós. Bætið vanilludropum við í lokin og hrærið.

3Blandið eggjablöndunni varlega saman við rjómann.

4Bætið svo í lokin Oreo crumble saman við og hrærið varlega.

5Setjið ísinn í 26×12 cm ílangt form

6Skreytið með Oreo crumble og frystið hann. Berið fram með því sem ykkur langar.

Dumle Sósa

1Bræðið saman karamellurnar og rjómann í potti við vægan hita og hrærið.

Uppskrift frá Hildi Rut hjá Trendnet.is

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Marengs í krukku með Dumle

Ofureinfaldur eftirréttur sem auðvelt er að græja með stuttum fyrirvara

Ostaka í krukku með kókös- og möndlusmjöri og haframulningi

Ostakaka með möndlusmjöri, haframulningi og ferskum berjum sem er aðeins í hollari kantinum

Sykurlaus lakkrís ís

Lakkrís ísinn sem slær öll met! Einfaldur en afar ljúfengur.
Heita súkkulaði og lakkríssósan er himneskt útá hvaða ís sem er!