Djúsí ofnbakað pasta

  

júní 3, 2020

Pasta í dásamlegri ostasósu, ofnbakað með nautahakki. Gerist ekki betra.

  • Fyrir: 4-6

Hráefni

500 g nautahakk

250 g tómatpassata

2-3 msk tómatpúrra

1/2 laukur

2 hvítlauksrif, pressuð

Kjötkraftur

Salt og pipar

400 g penne pasta frá De Cecco

3 egg

4 msk steinselja

1 ½ dl Parmigiano-Reggiano

4 msk smjör

2 dl kotasæla

1 Philadelphia ostur

Rifinn mozzarella ostur

Leiðbeiningar

1Byrjið á að skera laukinn smátt og steikið hann við vægan hita. Bætið nautahakkinu út í og steikið.

2Blandið tómatpassata, hvítlauk og kjötkrafti saman við nautahakkið. Saltið og piprið eftir smekk.

3Sjóðið penne pasta eftir leiðbeiningum á pakkningu.

4Skerið steinselju og rífið Parmigiano. Þeytið eggin, steinseljuna og Parmigiano saman í skál.

5Sigtið vatnið frá pastanu og setjið aftur í pottinn.

6Bætið smjöri og eggjablöndu út í og hrærið. Hrærið kotasælu og rjómaosti út í og setjið pastablönduna í eldfast mót.

7Smyrjið nautahakkinu ofan á pastað og stráið mozzarella osti yfir.

8Bakið í 15-20 mínútur við 180°C eða þar til osturinn er bráðnaður. Gott að bera fram með fersku salati.

Uppskrift frá Hildi hjá Trendnet

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Vinsæli pastarétturinn Cacio e pepe

Fljótlegur og einfaldur pastaréttur sem klikkar ekki

Pasta með grilluðum pestó tígrisrækjum

Sælkerapasta með tígrisrækjum og grænu pestói.

Rjómalagað basil pestó pasta með risarækjum

Rjómalagað basil pestó pasta með risarækjum er einfaldur réttur sem tekur aðeins 20 mín að útbúa.