Dásamlega fyllt baguette brauð

  , ,   

júlí 13, 2020

Tilvalið að bera fram í veislum.

Hráefni

Súrdeigsbaguette með beikon og cheddar ost

2 baguette frá Brauð & co

340 g philadelphia rjómaostur

1 lúka söxuð fersk steinselja

1 pkn beikon, bakað í ofni þar til það verður stökkt og skorið smátt

250 g sveppir, smátt skornir

Smjör

1/3-1/2 cheddar ostur, rifinn

Cayenne pipar

Smá salt

Súrdeigsbaguette með brie og sultu

1 baguette frá Brauð & co

1 brie

Chili sulta

Leiðbeiningar

Súrdeigsbaguette með beikon og cheddar ost

1Steikið sveppina uppúr smjöri og blandið saman við öll hráefnin, nema takið frá smá af cheddar ostinum til að dreifa yfir brauðin áður en þau fara inn í ofninn.

2Skerið gat langsum í miðjuna á baguette-inu. Fyllið það með fyllingunni og stráið restinni af cheddar ostinum yfir.

3Bakið í ofni þar til osturinn hefur bráðnað, ca. 8-10 mín við 190°C.

Súrdeigsbaguette með brie og sultu

1Skerið rifur þversum í brauðið. Smyrjið rifurnar með chili sultu og setjið sneiðar af brie ofan í.

2Bakað í 8-10 mín við 190°C eða þar til osturinn er bráðnaður.

Uppskrift frá Hildi Rut.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Geggjaðar brunchlokur

Týpísk og klassísk innihaldsefni sem einfaldlega klikkar ekki, egg, beikon, cheddar ostur og silkimjúkt graslauksmajónes sem toppar þetta allt svo bragðlaukarnir dansa af gleði.

Grísk jógúrtskál með kókos

Girnileg grísk jógúrt með kókos.

Heitur Parma-Brie með pekanhnetu- og vínberjasalati

Fljótlegur og einfaldur réttur sem er tilvalin sem forréttur eða snarl.