Bragðmikil Indversk Korma veisla

    

ágúst 6, 2020

Korma sósan frá Pataks er í grunninn mild og mjög bragðgóð en ef maður vill aðeins meiri hita er hægt að bæta við smá chili t.d.

Hráefni

4 kjúklingabringur

3 msk Tandoori paste frá Patak's

3 msk hrein grísk jógúrt

1 lítill rauðlaukur

1 rauð paprika

1 krukka Korma sósa frá Patak's

Salt og chiliduft

250g hýðis basmati hrísgrjón frá Rapunzel

Pappadums frá Patak's

Mango chutney frá Patak's

Naan brauð frá Patak's

Leiðbeiningar

1Byrjið á því að sjóða hrísgrjónin samkvæmt leiðbeiningum

2Skerið kjúklinginn í bita og setjið í skál. Bætið jógúrti og tandoori mauki saman við og hrærið saman við

3Skerið paprikuna og rauðlaukinn í strimla

4Setjið 1 msk af olíu á pönnu og snöggsteikið paprikuna og laukinn. Takið af pönnunni og setjið kjúklinginn út á pönnuna. Steikið í 2 mín og setjið Korma sósuna út á og látið malla í 20 mín.

5Úðið naan brauðið með vatni og hitið í nokkrar mín. í ofni.

6Berið fram allt saman. Pappadums er langbest með mango chutney en allt spilar þetta dásamlega heild.

Uppskrift frá Völlu á GRGS

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Kjúklingur í grænu karrý

Dásamlega bragðgóður og einfaldur réttur sem rífur aðeins í.

Quesadilla hringur

Fylltar tortillur með kjúkling, beikoni, tómötum, blaðlauk, salsasósu og nóg af osti. Tortillurnar mynda kramarhús og er þeim svo raðað upp í hring og bornar fram með avókadó sósu. Passar sérlega vel með ísköldum bjór eða drykk.

Kjúklingaspjót með sinnepsdressingu

Grilluð kjúklingaspjót með kaldri sósu.