Boxmaster með rösti kartöflu, piparmayo, osti og nachos

  ,   

mars 23, 2020

Heimagerð útgáfa af vinsæla boxmasternum, einfalt og gott.

Hráefni

1-2 pakkar Mission Wraps vefjur með grillrönd (það eru 6 í pakka)

Aviko Rösti kartöflur frosnar (reiknið með 2 í hvern Boxmaster)

4 kjúklingabringur frá Rose Poultry

170 gr ostanachos

60 gr rifinn Parmareggio parmesan ostur

3 egg

2 tsk timian

1/2 tsk fínt borðsalt

1 tsk cayenne

1/2 bolli hveiti

1 box af smátómötum að ykkar vali

1 pottur lambahasalat

Auka nachoflögur með ykkar uppáhalds bragði (osta, chili, salti eða papriku sem dæmi)

8 ostasneiðar

Piparmayo:

3 dl Heinz majónes

1/2 tsk sítrónusafi beint úr ávextinum

1 og 1/2 tsk svartur pipar

1/2 tsk borðsalt

Leiðbeiningar

1Setjið nachos og rifinn parmesan í blandara og maukið þar til orðið alveg að dufti

2Setjið hveiti í eina skál og parmesan nachoið í aðra

3Hrærið eggjunum saman ásamt salti, cayenne pipar og þurrkað Timian í þriðju skálina

4Hitið ofninn á 210-220 C° blástur

5Skerið svo bringurnar þversum í gegn til að gera tvær þunnar bringur úr einni bringu svo úr verði 8 þunnar bringur

6Byrjið á að velta kjúklingnum fyrst upp úr hveiti, svo eggi og að lokum upp úr parmesan nachos

7Raðið bitunum á ofnplötu með bökunarpappa og setjið svo í ofn í 25-30 mínútur

8Bakið Rösti kartöflunar með í jafnlangan tíma á sama hita

9Útbúið grænmetið og piparmayóið á meðan

10Skerið tómatana í litla bita og takið svo kálið í sundur úr pottinum

11Í piparmayóið er öllu hrært saman þ.e majónesi, pipar, salti og sítrónusafa

12Þegar kjúklingurinn er tilbúinn lækkið þá ofninn í 180 C° og takið hann út. Setjið næst vefjur saman með því að smyrja á þær piparmajó, setja kál og tómata, 1 bita af kjúkling, 2 rösti og eina ostasneið ásamt nokkrum flögum af nachoi og enn meira piparmayo.

13Brettið botninn af vefjunni upp og hliðarnar yfir botninn, gott er svo að stinga pinna í þær eins og nælu til að halda þeim saman

14Setjið svo inn í 180 C°heitan ofninn í 4 -5 mínútur

Þessi uppskrift er frá Maríu hjá Paz.is

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Sannkölluð Inversk matarveisla

Kjúklinga korma með kjúklingabauna garam masala, kókosmjólkur hrísgrjónum og heimagerðu pappadums.

Dumpling salat með edamame og brokkólí

Létt og gott salat með grænmeti og kjúklinga dumplings.

Litríkt pastasalat með karrýkjúklingi og kaldri dressingu

Þetta salat er ofureinfalt og fljótlegt. Virkilega bragðgott og fullkomið sem hádegisverður eða léttur kvöldverður. Það er svo innilega kærkomið að fá eitthvað ferskt eftir allan hátíðamatinn.