Boxmaster með rösti kartöflu, piparmayo, osti og nachos

  ,   

mars 23, 2020

Heimagerð útgáfa af vinsæla boxmasternum, einfalt og gott.

Hráefni

1-2 pakkar Mission Wraps vefjur með grillrönd (það eru 6 í pakka)

Aviko Rösti kartöflur frosnar (reiknið með 2 í hvern Boxmaster)

4 kjúklingabringur frá Rose Poultry

170 gr ostanachos

60 gr rifinn Parmareggio parmesan ostur

3 egg

2 tsk timian

1/2 tsk fínt borðsalt

1 tsk cayenne

1/2 bolli hveiti

1 box af smátómötum að ykkar vali

1 pottur lambahasalat

Auka nachoflögur með ykkar uppáhalds bragði (osta, chili, salti eða papriku sem dæmi)

8 ostasneiðar

Piparmayo:

3 dl Heinz majónes

1/2 tsk sítrónusafi beint úr ávextinum

1 og 1/2 tsk svartur pipar

1/2 tsk borðsalt

Leiðbeiningar

1Setjið nachos og rifinn parmesan í blandara og maukið þar til orðið alveg að dufti

2Setjið hveiti í eina skál og parmesan nachoið í aðra

3Hrærið eggjunum saman ásamt salti, cayenne pipar og þurrkað Timian í þriðju skálina

4Hitið ofninn á 210-220 C° blástur

5Skerið svo bringurnar þversum í gegn til að gera tvær þunnar bringur úr einni bringu svo úr verði 8 þunnar bringur

6Byrjið á að velta kjúklingnum fyrst upp úr hveiti, svo eggi og að lokum upp úr parmesan nachos

7Raðið bitunum á ofnplötu með bökunarpappa og setjið svo í ofn í 25-30 mínútur

8Bakið Rösti kartöflunar með í jafnlangan tíma á sama hita

9Útbúið grænmetið og piparmayóið á meðan

10Skerið tómatana í litla bita og takið svo kálið í sundur úr pottinum

11Í piparmayóið er öllu hrært saman þ.e majónesi, pipar, salti og sítrónusafa

12Þegar kjúklingurinn er tilbúinn lækkið þá ofninn í 180 C° og takið hann út. Setjið næst vefjur saman með því að smyrja á þær piparmajó, setja kál og tómata, 1 bita af kjúkling, 2 rösti og eina ostasneið ásamt nokkrum flögum af nachoi og enn meira piparmayo.

13Brettið botninn af vefjunni upp og hliðarnar yfir botninn, gott er svo að stinga pinna í þær eins og nælu til að halda þeim saman

14Setjið svo inn í 180 C°heitan ofninn í 4 -5 mínútur

Þessi uppskrift er frá Maríu hjá Paz.is

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Kjúklingaréttur með grænmeti og balsamik rjómasósu

Æðislegur kjúklingaréttur sem einfalt er að gera.

Litríkt salat með dumplings og japanskri dressingu

Hér er á ferðinni alveg ótrúlega einfaldur og fljótlegur réttur. Hentar vel sem forréttur eða léttur kvöldverður.

Kjúklingur í karrí og Kókos

Afar fljótlegur og gómsætur kjúklingur í Karrý og kókos sem er æðislegur með hrísgrjónum. Þennan er gott að gera í meira magni og hita upp í hádeginu daginn eftir!