Bleikja með tómata og ricotta pestó

    

apríl 9, 2019

Bleikjupanna með pestói og spínati.

Hráefni

800 g bleikja

2 msk Filippo Berio ólífuolía

4 hvítlauksrif, maukuð

1 chilipipar, saxaður

1 box kirsuberjatómatar, skornir í tvennt

100 g spínat

190 g Filippo Berio tómata og ricotta pestó

1 límóna

Salt og pipar

Leiðbeiningar

1Hitið olíuna á pönnu og steikið bleikjuna í smáum stykkjum á annarri hliðinni.

2Setjið chilipipar og hvítlauk á bleikjuna og kryddið með salti og pipar.

3Steikið í ca 2 mínútur og takið bleikjuna af pönnunni.

4Steikið þá tómatana og spínatið á pönnunni.

5Bætið pestóinu út á og hrærið vel í.

6Raðið að lokum bleikjunni á pönnuna á ósteiktu hliðina og látið malla í ca. 5 mínútur.

7Kreistið límónusafa yfir og sáldrið yfir smávegis af chilipipar eftir smekk.

8Gott að bera fram með auka pestói og kartöflum eða grjónum.

Einnig gott að nota lax eða annan fisk.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Bleikja með Philadelphia rjómaosti og Eat Real krönsi

Einföld bleikja með rjómaosti og krösti, bakað í ofni.

Alfredo pasta með tígrisrækjum og rjómaosti

Tígrisrækjur og penne pasta í ljúffengri Alfredo sósu er afar gómsæt blanda og passar sérlega vel að sötra ískalt hvítvín með.

Dýrðlegt fiski Tacos með Habanero sósu

Þetta er afar auðveld uppskrift, það þarf einungis að steikja fiskinn sem er velt upp úr blöndu af panko raspi og parmesan og guð hvað það er gott.