Beikonkjúklingur í sinnepsrjómasósu

    

september 20, 2019

Einfaldur kjúklingur í bragðmikilli rjómasósu.

  • Undirbúningur: 1 klst 5 mín
  • Eldun: 15 mín
  • 1 klst 5 mín

    15 mín

    1 klst 20 mín

  • Fyrir: 4

Hráefni

4 kjúklingabringur frá Rose Poultry

1/2 dl dijon sinnep

1 tsk reykt paprikukrydd

salt og pipar

Sinnepsrjómasósa

200 g beikon, skorið í bita

2 dl vatn

1-2 tsk kjúklingakraftur frá Oscar

2 msk dijon sinnep

250 ml matreiðslurjómi

1-2 tsk timían

Leiðbeiningar

1Blandið dijon sinnepi, paprikukryddi, salti og pipar saman í skál. Setjið kjúklinginn í skál eða plastpoka og hellið marineringunni saman við. Marinerið eins lengi og tími gefst.

2Steikið beikonbitana á pönnu þar til næstum stökkir. Takið beikonið af pönnunni en skiljið beikonfituna eftir.

3Brúnið kjúklinginn á pönnunni í 3-4 mínútur á hvorri hlið.

4Bætið vatni, kjúklingakrafti, sinnepi og beikoni út á pönnuna og hitið.

5Bætið matreiðslurjóma og timían saman við og látið malla í 15 mínútur eða þar til kjúklingurinn er fulleldaður og sósan farin að þykkna.

6Berið fram með góðu salti og hrísgrjónum eða kínóa.

Uppskrift frá GRGS.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Pad thai eins og það gerist best

Þessi réttur er fullkominn í afganga daginn eftir. En það er sjaldnast eitthvað eftir. Þetta er svo gott!

Ofureinföld avókadó kjúklingavefja með basilpesto

Þessa vefja er ein af þessum uppskriftum sem eru ekki bara ofboðslega bragðgóðar heldur líka hollar og auðvelt að gera. Þannig uppskriftir elska ég.

Ofureinfaldur kjúklingaréttur með fetaosti og pestó

Þessi kjúklingaréttur sýnir það og sannar að stundum er einfalt langbest!