Beikon jalapeno eðla

  , ,   

apríl 25, 2016

Sterk beikon ídýfa fyrir partýið!

Hráefni

2 skt Philadelphia Original rjómaostur

700 gr salsa mild eða hot

6 sneiðar eldað beikon

100 gr jalapeno

200 gr rifinn ostur

Leiðbeiningar

1Smyrjið rjómaostinum í eldfast mót, hellið salsasósunni yfir rjómasostinn og dreifið úr sósunni, skerið niður eldað beikon í litla jafna bita og stráið yfir salsasósuna, raðið jalapeno yfir beikonið og stráið síðan rifnum osti yfir.

2Bakið í 20 mínútur á 180°c í ofni.

Uppskrift eftir Vigdísi Ylfu.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Eggjalaus afmæliskaka

Einföld og góð súkkulaðikaka sem er án eggja.

Oatly eftirréttur

Algjört gúrm, sýrður rjómi, hnetur, ber og döðlusíróp.

Skalle perukaka

Perukaka með æðislegu hindberja/lakkrís súkkulaðikremi.