BBQ Twister með piparmajó

  

júní 21, 2019

Heimagerður twister - súper stökkur og góður

Hráefni

800 g Rose Poultry úrbeinuð læri

6 bollar mulið kornflakes

1/2 bolli hveiti

4 egg

2 tsk salt

2 tsk cayenne pipar

2 tsk þurrkað Timian

1-2 pakka af Mission Wraps með grillrönd

2 bollar af Classic eða Sweet BBQ sósu frá Heinz

Lambahaga kál í potti

1 box kirsuberjatómata

PAM Cooking sprey

Piparmajónessósa:

2 dl Heinz majónes

2 tsk sítrónusafi beint úr ávextinum

1 tsk svartur pipar

1/2 tsk borðsalt

Leiðbeiningar

1Setjið hveiti í eina skál og mulið kornflakes í aðra

2Hrærið eggjunum saman ásamt 2 tsk salt, 2 tsk cayenne pipar og 2 tsk þurrkað Timian í þriðju skálina

3Hitið ofninn á 210 C°blástur

4Skerið svo kjúklinginn í minni bita, eins og langa gúllasbita

5Byrjið á að velta kjúklingnum fyrst upp úr hveiti, svo eggi og að lokum upp úr kornflakesi

6Raðið bitunum á ofnplötu með bökunarpappa og spreyið á pappan með PAM

7Setjið svo í ofn í 25-30 mínútur og útbúið grænmetið og piparmajóið á meðan

8Skerið tómatana í pínulitla bita (svona eins og er í salsasósum), skerið svo kálið

9Í piparmajóið er öllu hrært saman þ.e majónesi, pipar, salti og sítrónusafa

10Þegar kjúklingurinn er tilbúin er BBQ sósu helt yfir hann á bökunarplötunni og hrært vel saman (má sleppa ef þið viljið ekki BBQ)

11Síðan er vefjan sett saman með því að smyrja á hana piparmajó, setja svo kál og tómata og að lokum kjúklinginn og rúlla upp

Þessi uppskrift er frá PAZ.IS

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Kjúklingur í rjómaostasósu með sveppum & estragon

Ljúffengur helgarmatur sem er fullkominn með góðu rauðvíni. Það er auðvelt og þægilegt að útbúa réttinn og ég mæli með að þið prófið!

Ofureinfaldur kjúklingaréttur með grænmeti og sweet chilí rjómasósu

Einfaldur og barnvænn kjúklingaréttur, allt í eitt fat og inn í ofn.

Tagliatelline með sveppum & kjúkling

Einföld og bragðgóð uppskrift, svona pasta réttur sem öllum finnst góður burt séð frá aldri. Ég hvet ykkur til að prófa.