Print Options:








BBQ Twister með piparmajó

Magn1 skammtur

Heimagerður twister - súper stökkur og góður

 800 g Rose Poultry úrbeinuð læri
 6 bollar mulið kornflakes
 1/2 bolli hveiti
 4 egg
 2 tsk salt
 2 tsk cayenne pipar
 2 tsk þurrkað Timian
 1-2 pakka af Mission Wraps með grillrönd
 2 bollar af Classic eða Sweet BBQ sósu frá Heinz
 Lambahaga kál í potti
 1 box kirsuberjatómata
 PAM Cooking sprey
Piparmajónessósa
 2 dl Heinz majónes
 2 tsk sítrónusafi beint úr ávextinum
 1 tsk svartur pipar
 1/2 tsk borðsalt
1

Setjið hveiti í eina skál og mulið kornflakes í aðra

2

Hrærið eggjunum saman ásamt 2 tsk salt, 2 tsk cayenne pipar og 2 tsk þurrkað Timian í þriðju skálina

3

Hitið ofninn á 210 C°blástur

4

Skerið svo kjúklinginn í minni bita, eins og langa gúllasbita

5

Byrjið á að velta kjúklingnum fyrst upp úr hveiti, svo eggi og að lokum upp úr kornflakesi

6

Raðið bitunum á ofnplötu með bökunarpappa og spreyið á pappan með PAM

7

Setjið svo í ofn í 25-30 mínútur og útbúið grænmetið og piparmajóið á meðan

8

Skerið tómatana í pínulitla bita (svona eins og er í salsasósum), skerið svo kálið

9

Í piparmajóið er öllu hrært saman þ.e majónesi, pipar, salti og sítrónusafa

10

Þegar kjúklingurinn er tilbúin er BBQ sósu helt yfir hann á bökunarplötunni og hrært vel saman (má sleppa ef þið viljið ekki BBQ)

11

Síðan er vefjan sett saman með því að smyrja á hana piparmajó, setja svo kál og tómata og að lokum kjúklinginn og rúlla upp