Asískur lax með hunangsgljáa

    

ágúst 11, 2016

Yndislega bragðgóður lax sem bráðnar í munni.

Hráefni

Lax

700 g lax, beinhreinsaður

salt og pipar

ferskt kóríander, saxað

Spicy hunangsgljái

1 msk olía

1 hvítlauksrif, saxað smátt

2 msk Minced chili frá Blue Dragon

1 msk soyasósa frá Blue Dragon

1 ½ msk hunang

1 msk Rice vinegar frá Blue Dragon

1 tsk Sesamoil frá Blue Dragon

1 msk sesamfræ

Leiðbeiningar

1Setjið smjörpappír á ofnplötu og leggið laxinn þar á. Kryddið með salti og pipar.

2Leggið smjörpappír yfir fiskinn og látið hann inn í 200°c heitan ofn í 10 mínútur.

3Gerið hunangsgljáan með því að setja öll hráefnin í pott fyrir utan sesamolíu og sesamfræ og hitið að suðu.

4Látið malla í 5 mínútur eða þar til sósan er orðin þykk og hefur soðið niður um helming. Hellið í skál og blandið sesamolíu og fræjum saman við.

5Penslið fiskinn með hunangsgláa og látið hann aftur inn í ofn í um 8-10 mínútur eða þar til hann er fulleldaður.

6Stráið kóríander yfir fiskinn og berið fram.

Uppskrift frá Berglindi á Gulur, rauður, grænn og salt.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Tígrisrækjur í krönsi með avókadó dill sósu

Uppskrift að afar góðum tígrisrækjum í snakk krönsi sem eru bornar fram með avókadó sósu með dilli og sýrðum rjóma.

Geggjaður burrito með marineraðri bleikju, fetaosti og grjónum

Vefjur eða Burrito þurfa ekki alltaf að innihalda hakk eða kjúkling. Hér höfum við marineraða bleikju í sterkum kryddlegi sem gerir þennan Burrito svo góðan.

Tequila risarækja með hvítlauk og kóríander

Einfaldasti réttur í heimi og með þeim betri. Tequila færir risarækjurnar á annað plan og hvítlaukurinn og kóríander gera gott enn betra!