Asískur lax með hunangsgljáa

    

ágúst 11, 2016

Yndislega bragðgóður lax sem bráðnar í munni.

Hráefni

Lax

700 g lax, beinhreinsaður

salt og pipar

ferskt kóríander, saxað

Spicy hunangsgljái

1 msk olía

1 hvítlauksrif, saxað smátt

2 msk Minced chili frá Blue Dragon

1 msk soyasósa frá Blue Dragon

1 ½ msk hunang

1 msk Rice vinegar frá Blue Dragon

1 tsk Sesamoil frá Blue Dragon

1 msk sesamfræ

Leiðbeiningar

1Setjið smjörpappír á ofnplötu og leggið laxinn þar á. Kryddið með salti og pipar.

2Leggið smjörpappír yfir fiskinn og látið hann inn í 200°c heitan ofn í 10 mínútur.

3Gerið hunangsgljáan með því að setja öll hráefnin í pott fyrir utan sesamolíu og sesamfræ og hitið að suðu.

4Látið malla í 5 mínútur eða þar til sósan er orðin þykk og hefur soðið niður um helming. Hellið í skál og blandið sesamolíu og fræjum saman við.

5Penslið fiskinn með hunangsgláa og látið hann aftur inn í ofn í um 8-10 mínútur eða þar til hann er fulleldaður.

6Stráið kóríander yfir fiskinn og berið fram.

Uppskrift frá Berglindi á Gulur, rauður, grænn og salt.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Ofnbökuð langa með krösti í rjómaostasósu

Í þessum rétti notaði ég löngu og bakaði hana í ofni ásamt dásamlegri rjómaostasósu með sólþurrkuðum tómötum, sveppum, parmesan osti, rjóma og spínati. Punkturinn yfir i-ið var að dreifa Eat real snakki með dill bragði yfir réttinn þannig að hann varð stökkur og góður.

Risarækjur með tómata- og pestósósu

Þessi réttur er virkilega fljótlegur (tekur ca 15 mín að útbúa) og það setja humarkraftinn útí sósuna færir sósuna á það stig að það yrði enginn ósáttur við að fá þennan rétt á veitingastað.

Tígrisrækjur í krönsi með avókadó dill sósu

Uppskrift að afar góðum tígrisrækjum í snakk krönsi sem eru bornar fram með avókadó sósu með dilli og sýrðum rjóma.