Vegan New York ostakaka með jarðarberjum

Vegan New York ostakaka með jarðarberjum

Af því að ostakökur eru hreinlega bestar varð ég að gera vegan útgáfu af New York ostaköku. Þær eru gjarnan bakaðar en ég vildi þó hafa þessa hráa. New York ostakökurnar frægu eru í grunninn vanillufylling á stökkum kexbotni sem ber keim af kanil. Yfir hana er gjarnan hellt jarðarberjasósu og borin fram með jarðarberjum. Ég tók mér smá skáldaleyfi með þessa en fullyrði að þessi er eins sú allra besta sem ég hef smakkað. Vegan eða ekki. Botninn er heimagert hafrakex og það er auðvitað vegan líka. Uppskriftin af kexinu er frekar stór en það kemur ekki að sök þar sem það er fljótt að hverfa ofan í heimilisfólk. Fyllingin samanstendur af kasjúhnetum sem lagðar voru í bleyti og Oatly tyrkneska jógúrtinu en mér finnst það henta sérlega vel í tertur eins og þessa. Fyllingin er frekar mjúk og heldur sér ágætlega en ég bera hana samt hálffrosna. Ef þið viljið hafa hana stífari mæli ég með að setja 1 tsk af agar agar dufti í fyllinguna. Jarðarberjasósuna er hægt að frysta með kökunni eða setja hana yfir eftir á, hvorutveggja er alveg ljómandi.

Read more

Fljótleg Vegan Súkkulaðimús með þeyttum rjóma

Fljótleg Vegan Súkkulaðimús með þeyttum rjóma

Þessi er ansi langt frá gamla pakkabúðingnum sem við þekkjum mörg en ekki mikið flóknari samt! Örfá hráefni og smá tími er allt sem þarf. Það er alveg ótrúlegt hvað er hægt að gera með chia fræjum og haframjólk nefnilega. Svo styttum við okkur enn leið og notum súkkulaði haframjólk, hversu mikil snilld!… Krakkarnir elska þennan ekkert síður en við hjónin. Við toppum hann með þeyttum Oatly visp hafrarjóma en það er auðvitað smekksatriði, okkur finnst hann verða extra gúrm þannig.

Read more

Algjörlega trufluð vegan Snickers ostakaka

Algjörlega trufluð vegan Snickers ostakaka

Ostakökur eru bara bestar. Það er mín skoðun allavega en það þarf ekkert að vera ostur í henni. Hljómar skrítið en það er hægt að gera dásamlegustu ostakökur í vegan útgáfu. og þessi er það svo sannarlega. Uppistaðan í ostakökublöndunni eru kasjúhnetur sem lagðar voru í bleyti sem og Oatly sýrður rjómi. Með smá dúlleríi og góðum blandara er útkoman þessi himneska kaka.

Read more