Það er fátt sem toppar heimatilbúnar jólagjafir og ekki skemmir fyrir ef hún er himnesk á bragðið. Hér er ein slík hugmynd, Cointreau konfektmolar búnir til úr kransakökumassa og bræddu súkkulaði með appelsínubragði.

Það er fátt sem toppar heimatilbúnar jólagjafir og ekki skemmir fyrir ef hún er himnesk á bragðið. Hér er ein slík hugmynd, Cointreau konfektmolar búnir til úr kransakökumassa og bræddu súkkulaði með appelsínubragði.
Hér er á ferðinni súkkulaðibitakökur með saltkaramellusúkkulaði. Kökurnar eru mjúkar í miðjunni og brúnaða smjörið gefur þeim extra gott bragð. Lykilatriði er að baka þær ekki of lengi og toppa þær með smá bræddu súkkulaði.
Hátíðlegt lambakjöt með sælkerasósu.
Hátíðleg hvít og brún rjómaosta súkkulaðimús úr Toblerone súkkulaði.
Ísterta með marengs botni fyrir lengra komna.
Það verður varla meira sætt enn þessir krúttlegu jarðarberja jólasveinar með rjómaostakremi.
Þessar blúndur eru með smá tvisti og ó vá hvað þær eru ljúffengar! Samlokur úr þunnum og stökkum haframjölssmákökum með súkkulaði smjörkremi á milli. Ég notaði Nusica súkkulaðismjör í kremið og það gefur svo gott bragð. Innblásturinn að uppskriftinni eru margar uppskriftir sem ég skoðaði bæði í uppskriftabókum og á netinu og þetta var útkoman. Dásamlega gott!
Hvað er betra en heitt kakó með mjúkri karamellu, rjóma og sykurpúða?
Stökkar og bragðgóðar smákökur sem tekur enga stund að útbúa. Mér finnst Toblerone svo jólalegt súkkulaði og það gerir þessar smákökur extra góðar! Ég blanda smátt söxuðu Toblerone saman við deigið ásamt því að setja stóra bita af því í deigið. Namminamm! Þessi uppskrift klikkar ekki.