Þessar gómsætu karamellu Curlywurly bollakökur eru bæði „chewy“ og bragðgóðar. Kökurnar eru svo ljúffengar að það þarf varla krem og pottþétt gott að setja deigið í kökuform eða bökunarform og baka.

Þessar gómsætu karamellu Curlywurly bollakökur eru bæði „chewy“ og bragðgóðar. Kökurnar eru svo ljúffengar að það þarf varla krem og pottþétt gott að setja deigið í kökuform eða bökunarform og baka.
Vel klístraðar og með nóg af súkkulaði og til að toppa það kemur karamellukeimurinn í gegn, namm!
Þessi ís er einn sá besti, það passar virkilega vel að hafa marengsinn og krönsí súkkulaðiegg í hverjum bita, namm! Þessi ís er tilvalinn eftirréttur um páskana.
Það er svo gaman að prófa eitthvað nýtt og ég elska bæði hrískökur og marengs svo hér kemur algjör negla!
Súkkulaði- og heslihnetusmjör er eitt af mínu uppáhalds „topping“, hvort sem um er að ræða vöfflur, pönnukökur, bollur….nú eða bara ristað brauð! Ég elska síðan marsípan og núggat og því datt mér í hug að blanda Anthon Berg í málið og útkoman var alveg hreint stórkostleg!
Það er alltaf gaman að gera þemakökur, hvort sem það er fyrir afmæli eða eitthvað allt annað. Þessi kaka varð til sökum þess að ný BATMAN mynd er væntanleg og sérútgáfa af OREO Original kexinu hefur verið framleidd í takmörkuðu magni sem OREO & BATMAN kex með andlitsmynd af BATMAN.
Virkilega tignarleg kaka með ljúffengu frosting kremi.
Almáttugur krakkar ef þetta er ekki kakan sem þið ætlið að bjóða upp á á Gamlárskvöld þá veit ég ekki hvað! Hún er einföld og sjúklega góð! Það má baka botnana með fyrirvara til að spara tíma svo hér er nákvæmlega ekkert sem getur klikkað! Tobleronesósan gerir kökuna extra djúsí og góða og þessi samsetning er bara hreint út sagt guðdómleg.
Fílakaramellur eru auðvitað löngu búnar að fanga hug og hjörtu landsmanna og þær má svo sannarlega nota í annað en að borða þær beint úr bréfinu.