Tacos með BBQ bleikju & mangósalsa

Fiskur þarf sko alls ekki að vera leiðinlegur og hér kemur bleikja í afar góðum búningi. Ljúffengt taco með BBQ bleikju, mangósalsa, sýrðum rjóma með jalapeno Tabasco, vorlauk og sesamfræjum.

Skoða nánar
 

Quesadillas með tígrisrækjum

Hér kemur bragðgóð og einföld uppskrift að quesadillas. Ég elska quesadillas og er það oft á boðstólum heima hjá mér. Hér fylli ég þær með tígrisrækjum, Philadelphia rjómaosti, kokteiltómötum og blaðlauk. Toppa þær svo með majónesi, Tabasco Sriracha sósu og avókadó. Mjög bragðgóður og einfaldur réttur sem klikkar ekki.

Skoða nánar
 

Morgunverðar burrito

Þetta er ótrúlega góð blanda sem þið verðið að smakka! Þetta er ekta til að bera fram í sunnudagsbrönsinum eða bara einfaldlega sem kvöldmatur eða hádegismatur.

Skoða nánar
 

Djúsí og einföld BBQ pizza

Pizza með kjúklingi í BBQ sósu, rjómaosti, rifnum osti, nachosi, rauðlauk og toppuð með avókadó, tómötum og kóríander. Þetta er stórkostleg blanda sem svíkur engan.

Skoða nánar
 

BBQ kjúklingaborgari

Grillaður og rifinn kjúklingur í Sweet BBQ sósu, hrásalat, tómatar, avókadó og hamborgarabrauð. Ég bar þetta fram með grilluðum maískólfum með parmesan osti, kartöflubátum. Þetta á allt svo vel saman!

Skoða nánar
 

Quesadilla hringur

Fylltar tortillur með kjúkling, beikoni, tómötum, blaðlauk, salsasósu og nóg af osti. Tortillurnar mynda kramarhús og er þeim svo raðað upp í hring og bornar fram með avókadó sósu. Passar sérlega vel með ísköldum bjór eða drykk.

Skoða nánar