fbpx

Ferskt kjúklingasalat með jarðaberjum & parmesan

Þessi salat samsetning lætur bragðlaukarnir gjörsamlega dansa. Hvítlauks grillolían frá Caj P gerir kjúklinginn svo einstaklega bragðgóðan

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 3 kjúklingabringur frá Rose poultry
 1 dl Caj P grillolía með hvítlauk
 10 ferskir aspasstilkar, skornir í bita
 Ólífuolía
 Salt & pipar
 70 g hráskinka
 1 msk hlynsíróp
 125 g salatblanda
 10-12 jarðaber
 10-12 kokteiltómatar
 Rauðlaukur eftir smekk
 1-2 avókadó
 Parmigiano Reggiano eftir smekk
Salatdressing
 80 ml ólífuolía
 4 msk ferskur appelsínusafi
 Safi úr ½ sítrónu
 1 tsk salt
 2 hvítlauksrif, pressuð
 1 dl fersk steinselja

Leiðbeiningar

1

Skerið kjúklingabringurnar í tvennt (má sleppa). Blandið þeim saman við grillolíuna í skál og leyfið þeim að marinerast í 30 mínútur eða lengur.

2

Grillið kjúklinginn í 15-20 mínútur eða þar til hann er eldaður í gegn. Skerið hann í sneiðar.

3

Dreifið hráskinku og aspas á ofnplötu þaktri bökunarpappír. Penslið hráskinkuna með hlynsírópi og dreifið ólífuolíu, salti og pipar á aspasinn. Bakið í 8-10 mínútur við 180°C. Passið að hráskinkan brenni ekki. Brjótið hráskinkuna í minni bita.

4

Skerið jarðaber, kokteiltómata, rauðlauk og avókadó í bita eftir smekk.

5

Dreifið salatblöndu í botninn á stórri fallegri skál. Því næst dreifið þið rauðlauk, kjúklingi, hráskinku, aspas, jarðaberjum, tómötum og avókadói.

6

Hellið salatdressingunni jafnt yfir og stráið rifnum parmesan osti (parmigiano reggiano) yfir allt saman. Berið fram með meiri parmesan osti og njótið.

Salatdressing
7

Smátt skerið steinseljuna.

8

Hrærið saman ólífuolíu, appelsínusafa, sítrónusafa, salti, pressuðum hvítlauksrifjum og steinselju í skál.


Uppskrift frá Hildi Rut á trendnet.is

DeilaTístaVista

Hráefni

 3 kjúklingabringur frá Rose poultry
 1 dl Caj P grillolía með hvítlauk
 10 ferskir aspasstilkar, skornir í bita
 Ólífuolía
 Salt & pipar
 70 g hráskinka
 1 msk hlynsíróp
 125 g salatblanda
 10-12 jarðaber
 10-12 kokteiltómatar
 Rauðlaukur eftir smekk
 1-2 avókadó
 Parmigiano Reggiano eftir smekk
Salatdressing
 80 ml ólífuolía
 4 msk ferskur appelsínusafi
 Safi úr ½ sítrónu
 1 tsk salt
 2 hvítlauksrif, pressuð
 1 dl fersk steinselja

Leiðbeiningar

1

Skerið kjúklingabringurnar í tvennt (má sleppa). Blandið þeim saman við grillolíuna í skál og leyfið þeim að marinerast í 30 mínútur eða lengur.

2

Grillið kjúklinginn í 15-20 mínútur eða þar til hann er eldaður í gegn. Skerið hann í sneiðar.

3

Dreifið hráskinku og aspas á ofnplötu þaktri bökunarpappír. Penslið hráskinkuna með hlynsírópi og dreifið ólífuolíu, salti og pipar á aspasinn. Bakið í 8-10 mínútur við 180°C. Passið að hráskinkan brenni ekki. Brjótið hráskinkuna í minni bita.

4

Skerið jarðaber, kokteiltómata, rauðlauk og avókadó í bita eftir smekk.

5

Dreifið salatblöndu í botninn á stórri fallegri skál. Því næst dreifið þið rauðlauk, kjúklingi, hráskinku, aspas, jarðaberjum, tómötum og avókadói.

6

Hellið salatdressingunni jafnt yfir og stráið rifnum parmesan osti (parmigiano reggiano) yfir allt saman. Berið fram með meiri parmesan osti og njótið.

Salatdressing
7

Smátt skerið steinseljuna.

8

Hrærið saman ólífuolíu, appelsínusafa, sítrónusafa, salti, pressuðum hvítlauksrifjum og steinselju í skál.

Ferskt kjúklingasalat með jarðaberjum & parmesan

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Mexíkóskt quinoa salatQuinoa er sennilega uppáhalds „kornið“ mitt. Tæknilegar séð er það reyndar ekki korn heldur fræ. Quinoa er glútenlaust, próteinríkt og…