Algjörlega týpískur þriðjudagsmatur sem slær í gegn hjá öllum á heimilinu! Einnig er tilvalið að bera réttinn fram sem meðlæti með öðrum réttum.

Algjörlega týpískur þriðjudagsmatur sem slær í gegn hjá öllum á heimilinu! Einnig er tilvalið að bera réttinn fram sem meðlæti með öðrum réttum.
Á svona vetrardögum er djúsí og næringaríkur pastaréttur málið. Bakað penne pasta sem líkist lasagne með nóg af grænmeti, osti, bechamel sósu og rauðu pestói.
Marineraðar tígrisrækjur í mjúkum tortilla vefjum með fullt af grænmeti og geggjaðri hot chili sósu sem er sæt, pínulítið súr og passar svakalega vel með rækjunum.
Þið þurfið ekki að leita lengra eftir hinni fullkomnu uppskrift af belgískum vöfflum, sem er líka súpereinfalt að útbúa
Lasagna er einmitt svona matur sem gott er að útbúa á kaldasta tíma ársins. Frábært að eiga tilbúið lasagna í frysti og hita upp eftir þörfum og það er hægt að nota hvað sem er í fyllinguna, fer bara eftir ísskápa status hverju sinni. Grunnurinn er yfirleitt svipaður en svo skipti ég út grænmeti og kryddum eftir behag. Mér finnst algjörlega ómissandi að setja pestó frá Rapunzel í lasagna og yfirleitt set ég bæði grænt og rautt. Ég laumaði hérna nokkrum sólþurrkuðum tómötum og það var alveg geggjað. Ég gerði einnig vegan bechamel sósu og notaði hana ofan á lasagnað, börnin mín vilja helst ekki bakaðan ost svo ég sleppti honum bara. Það væri auðvitað mjög snjallt að setja einhvern góðan vegan rifinn ost ofan á, eða toppa með næringargeri t.d.
Allt með höfrum er gott. Ég stend bara og fell með þeirri yfirlýsingu. Þessi bakaði hafragrautur er einn af mínum uppáhalds útgáfum, það vill líka svo til að hann er lífrænn og vegan! Þetta eru ekki mörg hráefni sem þarf og það þarf ekki einu sinni skál til þess að hræra í, öllu er blandað saman í fatinu.
Frábær kjúklingaréttur sem bragðast eins og sumar á diski, kærkominn á dimmum dögum og hvað þá heitum sumardögum. Blandan af chili, límónu og kóríander klikkar seint.
Þetta er sjúklega gott, einfalt og svo skemmir ekki fyrir að þetta er klárlega máltíð í hollari kantinum.
Einfaldur réttur sem þið verðið að prófa! Stökkar spelt og hafra tortilla með dásamlegu krydduðu grænmeti og kjúklingabaunum, bræddum osti og gómsætri sósu