Hver elskar ekki eðlu eða burrito? Því ekki þá að sameina þessar dásemdir og gera bara eðlu burrito ?

Hver elskar ekki eðlu eða burrito? Því ekki þá að sameina þessar dásemdir og gera bara eðlu burrito ?
Það er alltaf gaman að gera þemakökur, hvort sem það er fyrir afmæli eða eitthvað allt annað. Þessi kaka varð til sökum þess að ný BATMAN mynd er væntanleg og sérútgáfa af OREO Original kexinu hefur verið framleidd í takmörkuðu magni sem OREO & BATMAN kex með andlitsmynd af BATMAN.
Innblásturinn að þessum ljúffengu Shawarma kjúklingaskálum er fenginn frá skyndibitakeðjunni Halal guys sem rekur staði og vagna í New York. Þar myndast langar raðir daglega þar sem fólk bíður þess að fá vel kryddaðan kjúkling og gul hrísgrjón með hvítlauksósu og salati. Þeir hugrökkustu biðja um extra rauða sósu, en hún er svakalega sterk!
Það er ekta súpuveður þessa dagana, útkoman varð stórkostleg, matarmikil og ljúffeng grænmetissúpa
Gómsæt og girnileg pizza með Philadelphia rjómaosti, kokteiltómötum, basiliku, mozzarella, klettasalati, parmesan osti og stökkri parma skinku.
Ég elska svona litla deserta í glösum, alltaf svo góðir, einfalt að gera og fallegt að bera fram. Þessi desert er vegan og glútenlaus, þvílík bragðsprengja og hentar flestum. Ég gerði hér kexmylsnu úr Nairn’s glútenlausa súkkulaðikexinu og útbjó vanillu „ostaköku“ blöndu úr dásamlegu Oatly vörunum. Toppað með ferskum jarðarberjum og útkoman er ferskur og bragðgóður desert. Það er hægt að útbúa desertinn með góðum fyrirvara og geyma í kæli. Þá er skreytt með jarðarberjum bara rétt áður en eftirrétturinn er borinn fram.
Þessa dagana eru allir sjúkir í smassborgara og af góðri ástæðu! Smassborgarar eru sérstaklega ljúffengir, vel brúnaðir og safaríkir þar sem þeir eru steiktir í stutta stund við mjög háan hita.
Hér gefur að líta á dásamlegar súkkulaðifylltar donuts bollur sem henta vel fyrir þau eru ekki mikið fyrir sultu né rjóma.
Hér er á ferðinni ekta hversdagsmatur sem allir í fjölskyldunni elska. Það er alltaf svo gott þegar hægt er að setja allt í eitt fat til að hita í ofni, þá er hægt að ganga frá og leggja á borð á meðan það eldast.