Mexíkóskt salat með Oatly sýrðum rjóma

Mexíkóskt salat með Oatly sýrðum rjóma

Hildur Ómars er hér með einfalt salat sem tekur þig til Mexíkó á núll einni! „Þegar ég bjó í Svíþjóð var varla hægt að komast hjá því að taka upp hefðina “taco fredag”, eða taco föstudag. En þá ber maður fram allskonar grænmeti, vegan hakk og baunir ásamt sósum og setur inní vefjur. Yfirleitt var afgangur sem maður skutlaði í box og gat borðað daginn eftir sem mexikóskt salat. Í Svíþjóð er gífurleg nestismenning og áður en fyrr varði var mexíkó salatið orðið mitt uppáhalds nesti. Hér er mín útgáfa af saðsömu mexíkó salati sem vekur alla bragðlauka en er á sama tíma svo einfalt.“

Read more

Dúnmjúk súkkulaðikaka með súkkulaðiganache & kókos

Dúnmjúk súkkulaðikaka með súkkulaðiganache & kókos

Þessi uppskrift er svo ótrúlega einföld og þægileg að það jaðrar við töfra. Því útkoman er ein sú allra besta. Ég nota hér einungis lífræn hráefni en kakan er svo einnig vegan. Það er mjög líklega ástæðan fyrir því hversu góð hún er. Gæða hráefni og útkoman getur hreint ekki klikkað. Þessi kaka hefur algerlega slegið í gegn í afmælum á mínu heimili. Í fjölskyldunni minni eru börn með ólík ofnæmi, s.s mjólkurofnæmi og eggjaofnæmi. Þessi tikkar í þau box að vera laus við hvorutveggja og hentar því vel þeim sem eru með ofnæmi eða vegan.

Leynihráefnið er lífræni matreiðslurjóminn frá Oatly en hann gerir hana alveg einstaklega mjúka og góða. Ég nota hér það allra besta vegan ganache sem til er en það er alveg hægt að gera góðan súkkulaðiglassúr eða vegan smjörkrem.

Read more