Silkimjúkur Oatly jarðarberjaís

Silkimjúkur Oatly jarðarberjaís

Jarðarberjaís er einn af mínum uppáhalds en undanfarið hefur mér fundist erfitt að finna góðan jarðarberjaís og hvað þá í vegan útgáfu. Þessi ís er mjög auðveldur í gerð og hentar jafn vel í ísform sem og skálar. Ég nota jarðarberjadropa til þess að ýkja jarðarberjabragðið en þess þarf ekki frekar en þið viljið. Persónulega finnst mér ég ekki þurfa íssósu en gott ískex og fersk jarðarber eru ljómandi góð með ísnum. Oatly VISP þeytirjóminn hentar mjög vel í ísgerð og það er engin þörf á því að bæta einhverju öðru en bragðefnum, súkkulaði eða ávöxtum t.d. Hann hentar líka flestum þar sem hann er vegan og fer vel í litla maga.

Read more

Sumarsalat með kasjúosti, vatnsmelónu og sítrónudressingu

Sumarsalat með kasjúosti, vatnsmelónu og sítrónudressingu

Þetta hefur verið mitt uppáhalds sumarsalat síðan ég smakkaði svona salat á Raw veitingastað í Gautaborg þegar ég bjó þar. Ég man að ég gat ekki hætt að hugsa um þetta ferska salat sem þau buðu uppá og ég bara varð að endurskapa það í eldhúsinu mínu stax sömu vikuna. Þetta voru mín fyrstu kynni af kasjúosti og hann gefur þessu létta og ferska salati þessa extra fyllingu og skemmtilegan karakter.

Read more

„General Tso‘s“ kjúklingur

„General Tso‘s“ kjúklingur

Þessi kjúklingaréttur er kenndur við hershöfðingjann Zuo Zongtang sem alltaf var kallaður General Tso í Bandaríkjunum á nítjándu öld. Rétturinn fékk þetta nafn því umræddum hershöfðingja þótti hann góður! Ég hafði reyndar ekki hugmynd um þessa sögu fyrr en ég gúglaði hana en það var hún Tobba vinkona mín sem sagði við mig fyrir lööööööngu að ég þyrfti að gera svona uppskrift fyrir bloggið! Hér er hún því LOKSINS komin fyrir ykkur öll að njóta og ég vildi að ég hefði prófað fyrr, þetta svo rugl gott!

Read more

Möndlu- og súkkulaði cantucci með kaffinu

Möndlu- og súkkulaði cantucci með kaffinu

Þessar cantucci kökur sem mér skilst að maður eigi ekki að kalla biscotti það sem það er víst bara „smákaka“ á ítölsku, eru algjörlega dásamlegar með góðum kaffisopa. Þær eru vegan og ótrúlega fljótlegt að henda í þær. Geymast síðan vel og haldast lengi góðar. Milt möndlubragðið fer sérlega vel með súkkulaðinu og ég mæli eindregið með því að dýfa þeim í góðan kaffibolla eins og latté með Oatly ikaffe haframjólkinni.

Read more

Taco ídýfa

Taco ídýfa

Kaldar rjómaostadýfur eru í miklu uppáhaldi. Það er því gaman að prófa eitthvað nýtt í slíkum efnum og hér kemur ein sem kláraðist upp til agna!
Þessi er matarmeiri en margar því hún er með hakki og svo fer magn af grænmeti og osti ofan á eftir smekk!

Read more