Klassískt lasagna er alltaf gott og þessi uppskrift er extra djúsí með alfredo sósu og ricotta osti.

Klassískt lasagna er alltaf gott og þessi uppskrift er extra djúsí með alfredo sósu og ricotta osti.
Hvernig væri að skála um helgina í ljúffengum kokteil í tilefni hrekkjavökunnar? Kokteillinn samanstendur af Cointreau, Mezcal, brómberjum, timían, lime og sírópi og bragðast ótrúlega vel. Brómberin gera kokteilinn sérlega ferskan en gefa honum einnig drungalegt yfirbragð sem á vel við á hrekkjavökunni.
Kókos og hvítt súkkulaði er ein af mínum uppáhalds bragðsamsetningum (er það ekki annars orð?) og ef við gerum ostaköku þar sem kókos og hvítt súkkulaði er í aðalhlutverki, hvað gæti þá mögulega klikkað? Alls ekkert ef þú spyrð mig!
Ég bæti ekki sætu við fyllinguna né í botninn en mér fannst það alger óþarfi. Hvíta súkkulaðið sér alveg um að halda sætunni uppi. Fyllingin er silkimjúk og að ásettu ráði setti ég heldur ekki matarlím í hana en það má alveg bæta því við ef þið viljið hafa kökuna alveg stífa. Það er áberandi gott kókosbragð af henni en alls ekki of yfirþyrmandi. Kókoskexið sem ég nota í botninn er algerlega stórkostlegt í ostakökur og þið verðið sannarlega ekki svikin af þessari.
Hér kemur ein fallega bleik kaka með rjómaostakremi.
Einfaldur og fljótlegur kjúklingaréttur í einu fati sem er alltaf vinsælt.
Súkkulaðikaka með OREO smjörkremi sem allir elska.
Skemmtilegar OREO Hrekkjavökuskreytingar.
Bollakökur með smjörkremi og OREO hrekkjavökuskreytingu.
Ég hef oft talað um það að hvað mér finnst gaman að gera djúsí og góðar vegan uppskriftir. Í kringum mig eru all mörg börn sem hafa ýmis óþol og ofnæmi og þá er lang einfaldast að útbúa vegan gúmmelaði fyrir krakkana og öll geta þá fengið sér það sama. Ég gerði þessa kleinuhringi um daginn og þeir komu alveg ótrúlega skemmtilega á óvart. Þeir eru mjúkir og bragðgóðir og hægt að leika sér endalaust með skraut og glassúr. Í stað venjulegrar mjólkur notaði ég Oatly haframjólk og það kom vel út, bæði í kleinuhringjunum sjálfum sem og glassúrnum sem ég dýfði þeim í.
Þessa verðið þið bara að prófa!