fbpx

Kjúklinga- og hrísgrjónaréttur í ofni

Einfaldur og fljótlegur kjúklingaréttur í einu fati sem er alltaf vinsælt.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 330 g Tilda long grain hrísgrjón
 250 ml vatn
 250 ml rjómi
 250 ml mjólk
 1 stk dós Heinz kjúklingasúpa
 1 msk karrý
 1 tsk salt
 ½ tsk pipar
 200 g cheddar ostur
 1 stk Poki af Rose Poultry kjúklingalundum
 salt, pipar og hvítlauksduft
 ólífuolía og smjör

Leiðbeiningar

1

Byrjið á því að hita ofninn í 180°C og smyrja eldfast mót að innan með smjöri.

2

Hrærið næst saman í skál eftirfarandi hráefnum: hrísgrjónum, vatni, mjólk, rjóma, karrý, kjúklingasúpu, 100 g af Cheddar ostinum, salti og pipar. Hellið í eldfasta mótið, setjið álpappír yfir og í ofninn í eina klukkustund.

3

Áður en klukkustund er liðin má snöggsteikja kjúklingalundirnar upp úr olíu, aðeins rétt til að loka þeim og krydda eftir smekk.

4

Þegar hrísgrjónin hafa verið í ofninum í klukkustund má taka eldfasta mótið út, raða kjúklingalundunum ofan á, strá restinni af ostinum yfir og setja aftur í ofninn í 20 mínútur án álpappírsins.

5

Gott er að bera réttinn fram með brauði og/eða fersku grænmeti.


DeilaTístaVista

Hráefni

 330 g Tilda long grain hrísgrjón
 250 ml vatn
 250 ml rjómi
 250 ml mjólk
 1 stk dós Heinz kjúklingasúpa
 1 msk karrý
 1 tsk salt
 ½ tsk pipar
 200 g cheddar ostur
 1 stk Poki af Rose Poultry kjúklingalundum
 salt, pipar og hvítlauksduft
 ólífuolía og smjör

Leiðbeiningar

1

Byrjið á því að hita ofninn í 180°C og smyrja eldfast mót að innan með smjöri.

2

Hrærið næst saman í skál eftirfarandi hráefnum: hrísgrjónum, vatni, mjólk, rjóma, karrý, kjúklingasúpu, 100 g af Cheddar ostinum, salti og pipar. Hellið í eldfasta mótið, setjið álpappír yfir og í ofninn í eina klukkustund.

3

Áður en klukkustund er liðin má snöggsteikja kjúklingalundirnar upp úr olíu, aðeins rétt til að loka þeim og krydda eftir smekk.

4

Þegar hrísgrjónin hafa verið í ofninum í klukkustund má taka eldfasta mótið út, raða kjúklingalundunum ofan á, strá restinni af ostinum yfir og setja aftur í ofninn í 20 mínútur án álpappírsins.

5

Gott er að bera réttinn fram með brauði og/eða fersku grænmeti.

Kjúklinga- og hrísgrjónaréttur í ofni

Aðrar spennandi uppskriftir