Himnesk Toblerone súkkulaðimús

Þessi súkkulaðimús er ein vinsælasta færslan hér á heimasíðunni, mörg þúsund manns heimsækja hana til dæmis fyrir hátíðirnar svo það er ekki hægt annað en mæla með henni í eftirrétt.

blank
Magn10 skammtarRating0.0

Uppskrift

Hráefni

 500 g Toblerone súkkulaðigróft saxað
 150 g smjör
 4 stk egg
 600 ml stífþeyttur rjómi
Skraut
 500 ml stífþeyttur rjómi til skrauts
 Saxað Toblerone og rifsber til skrauts

Leiðbeiningar

1

Bræðið gróft saxað Toblerone og smjör yfir vatnsbaði.

2

Þegar súkkulaðiblandan er slétt og fín er hún tekin af hitanum og leyft að standa í um 5-7 mínútur (hrært í af og til).

3

Eggin eru pískuð saman og bætt saman við í nokkrum skömmtum, hrært vel í blöndunni á milli.

4

Um 1/3 af rjómanum er þá blandað saman við súkkulaðiblönduna með sleif, síðan er restinni af rjómanum vafið saman við.

5

Skipt niður í 8-12 glös/skálar (fer eftir stærð) – kælið í lágmark þrjár klukkustundir (einnig í lagi að plasta og geyma yfir nótt).

6

Skreytið með þeyttum rjóma, rifsberjum og Toblerone.


Uppskrift eftir Berglindi á Gotterí.

SharePostSave

Hráefni

 500 g Toblerone súkkulaðigróft saxað
 150 g smjör
 4 stk egg
 600 ml stífþeyttur rjómi
Skraut
 500 ml stífþeyttur rjómi til skrauts
 Saxað Toblerone og rifsber til skrauts
Himnesk Toblerone súkkulaðimús

Aðrar spennandi uppskriftir

blank
MYNDBAND
Djúpsteikt OREOVinsælasti eftirréttur Fjallkonunnar frá opnun. Uppskriftin miðar við 8 OREO kökur í hvern skammt sem eftirréttur. Nú getur þú loksins…