Buffaló fröllur

Ég hef áður dásamað við ykkur „Waffle fries“ og hér eru þær komnar á næsta „level“ með buffaló kjúklingi, algjör snilld!

Magn1 skammturRating0.0

Uppskrift

Hráefni

 1 poki vöfflufranskar
 ½ rifinn grillaður kjúklingur
 3 msk. Tabasco sósa
 Rifinn Cheddar ostur
 Gráðaostur mulinn
 Vorlaukur
 Majónes

Leiðbeiningar

1

Hitið ofninn í 180°C.

2

Bakið vöfflufranskarnar samkvæmt leiðbeiningum á pakkningu (í um 20 mínútur).

3

Tætið niður kjúklinginn (ég keypti tilbúinn) og hrærið Tabasco sósunni saman við.

4

Þegar kartöflurnar eru tilbúnar má setja vel af rifnum Cheddar osti yfir þær, dreifa úr Tabasco kjúklingnum og setja aftur Cheddar ost og inn í ofn í um 5 mínútur eða þar til osturinn er bráðinn.

5

Myljið gráðaost og saxið vorlauk yfir þegar þið takið úr ofninum og sprautið majónesi yfir allt. Gott er síðan að hafa meira majónes með réttinum.


Uppskrift frá Berglindi á gotteri.is

SharePostSave

Hráefni

 1 poki vöfflufranskar
 ½ rifinn grillaður kjúklingur
 3 msk. Tabasco sósa
 Rifinn Cheddar ostur
 Gráðaostur mulinn
 Vorlaukur
 Majónes

Leiðbeiningar

1

Hitið ofninn í 180°C.

2

Bakið vöfflufranskarnar samkvæmt leiðbeiningum á pakkningu (í um 20 mínútur).

3

Tætið niður kjúklinginn (ég keypti tilbúinn) og hrærið Tabasco sósunni saman við.

4

Þegar kartöflurnar eru tilbúnar má setja vel af rifnum Cheddar osti yfir þær, dreifa úr Tabasco kjúklingnum og setja aftur Cheddar ost og inn í ofn í um 5 mínútur eða þar til osturinn er bráðinn.

5

Myljið gráðaost og saxið vorlauk yfir þegar þið takið úr ofninum og sprautið majónesi yfir allt. Gott er síðan að hafa meira majónes með réttinum.

Notes

Buffaló fröllur

Aðrar spennandi uppskriftir