fbpx

Werther´s Original sykurlaus ostamús með eplum og hnetum

Ostamús með kanil-eplum, hnetum og karamellu.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 300 g Philadelphia rjómaostur
 200 ml rjómi
 1 tsk vanilludropar
 ½ tsk kanill
 80 g sykurlausar Werther´s Original Creamy Toffees karamellur
 2 msk rjómi
Toppur
 2 rauð Val Venosta epli
 100 g pekanhnetur
 1 tsk kanill
 1 msk smjör
 80 g sykurlausar Werther´s Original Creamy Toffees karamellur
 2 msk rjómi

Leiðbeiningar

1

Þeytið rjóma þar til hann er full þeyttur og setjið í skál til hliðar.

2

Þeytið rjómaostinn þar til hann verður mjúkur og fínn, setjið vanilludropa og kanil saman við og hrærið.

3

Blandið rjómaostablöndunni varlega saman við rjómann með sleif.

4

Bræðið sykurlausu karamellurnar með 2 msk af rjóma yfir lágum hita. Látið karamelluna kólna og hrærið henni svo saman við rjóma- og ostablönduna með sleif þar til allt hefur blandast vel saman.

5

Bræðið 1 msk af smjöri á pönnu, afhýðið eplin, skerið þau í bita og grófsaxið pekanhneturnar. Setjið eplin og hneturnar á pönnuna, stráið kanil yfir og steikið létt þar til eplin eru orðin aðeins brúnuð.

6

Setjið eplablönduna í botninn á glasi eða skál, ca 1 msk. Sprautið rjómaostamús yfir og svo til skiptis þar til glasið er orðið fullt. Endið á því að setja eplablöndu á toppinn.

7

Bræðið meira af karamellum í potti yfir lágum hita ásamt 2 msk af rjóma og setjið yfir hverja og eina ostamús.


Uppskrift frá Thelmu Þorbergsdóttir.

DeilaTístaVista

Hráefni

 300 g Philadelphia rjómaostur
 200 ml rjómi
 1 tsk vanilludropar
 ½ tsk kanill
 80 g sykurlausar Werther´s Original Creamy Toffees karamellur
 2 msk rjómi
Toppur
 2 rauð Val Venosta epli
 100 g pekanhnetur
 1 tsk kanill
 1 msk smjör
 80 g sykurlausar Werther´s Original Creamy Toffees karamellur
 2 msk rjómi

Leiðbeiningar

1

Þeytið rjóma þar til hann er full þeyttur og setjið í skál til hliðar.

2

Þeytið rjómaostinn þar til hann verður mjúkur og fínn, setjið vanilludropa og kanil saman við og hrærið.

3

Blandið rjómaostablöndunni varlega saman við rjómann með sleif.

4

Bræðið sykurlausu karamellurnar með 2 msk af rjóma yfir lágum hita. Látið karamelluna kólna og hrærið henni svo saman við rjóma- og ostablönduna með sleif þar til allt hefur blandast vel saman.

5

Bræðið 1 msk af smjöri á pönnu, afhýðið eplin, skerið þau í bita og grófsaxið pekanhneturnar. Setjið eplin og hneturnar á pönnuna, stráið kanil yfir og steikið létt þar til eplin eru orðin aðeins brúnuð.

6

Setjið eplablönduna í botninn á glasi eða skál, ca 1 msk. Sprautið rjómaostamús yfir og svo til skiptis þar til glasið er orðið fullt. Endið á því að setja eplablöndu á toppinn.

7

Bræðið meira af karamellum í potti yfir lágum hita ásamt 2 msk af rjóma og setjið yfir hverja og eina ostamús.

Werther´s Original sykurlaus ostamús með eplum og hnetum

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
ÁvaxtasafapinnarÉg er farin að hlakka óendanlega mikið til sumarsins og ég lék mér með ljós sólarinnar við að mynda þessa…
MYNDBAND
SmjördeigshjörtuÞað getur verið svo ljúft að baka eitthvað sem er ofureinfalt en á sama tíma ljúffengt og fallegt. Þessi uppskrift…
MYNDBAND
JarðaberjarósirJarðarberjarósir, brætt Toblerone og freyðivín er fullkomið trít fyrir Valentínusardaginn 🌹🥂 Komdu ástinni þinni á óvart með öðruvísi blómvendi sem…