Bananaís á priki... algjört millimál í sparibúning!

Uppskrift
Hráefni
Bananar frá Cobana
Oatly hreint jógúrt
Frosin hindber
Kókos
Trépinnar
Leiðbeiningar
1
Skerið banana í tennt og stingið prikinu inní miðjan bananann. Passið að fara ekki í gegnum hann.
2
Takið hýðið utan af og dýfið pinnanum ofaní jógúrtið. Leggið banann á bakka með bökunarpappír.
3
Myljið frosin hindber í kurl og ristið kókos á pönnu. Stráið yfir jógúrtþakinn bananann.
4
Setjið inní frysti í nokkra klst/yfir nóttu.
5
Ágætt að taka “ísinn” út og leyfa að standa í ca 5-8 minútur áður en minnstu munnarnir gæða sér á ísnum.
Uppskrift eftir Hildi Ómars.
MatreiðslaEftirréttirTegundÍslenskt
Hráefni
Bananar frá Cobana
Oatly hreint jógúrt
Frosin hindber
Kókos
Trépinnar