Hægeldað indverskt nautakarrý

Hægeldað nautakjöt með indverskri sósu.

Magn1 skammturRating0.0

Uppskrift

Hráefni

 2 msk olía frá Filippo Berio
 1 dl hveiti
 salt og pipar
 1 kg nautakjöt, t.d. nautafillet
 2 msk nautakraftur frá Oscar
 400 ml heitt vatn
 1 dós kókosmjólk frá Blue dragon
 500 g litlar kartöflur
 Safi úr 1 límónu
Karrýmauk frá grunni
 1 rauðlaukur, gróflega skorinn
 2-3 rauð chilí, gróflega söxuð
 2 tsk kóríanderkrydd
 2 tsk cumin (ekki kúmen)
 1/2 tsk kanill
 1/2 tsk hvítur pipar
 4-6 hvítlauksrif
 1 tsk rifið engifer
 3 tsk fiskisósa (fish sauce frá Blue dragon)
 1 tsk púðursykur
 3-4 stilkar af fersku kóríander
 1/2 tsk salt
Annað
 Hrísgrjón frá Tilda
 ferskt kóríander, saxað
 límóna, skorin í litla báta

Leiðbeiningar

1

Blandið öllum hráefnum fyrir karrýmaukið saman með töfrasprota eða í matvinnsluvél. Geymið.

2

Setjið hveiti á disk og bætið salti og pipar saman við. Skerið kjötið í munnbita og veltið upp úr hveitinu.

3

Hitið olíu á stórri pönnu eða í potti og brúnið kjötið (ágætt að skipta þessu niður í tvo hluta).

4

Lækkið hitann og bætið karrýmaukinu saman við og steikið áfram í nokkrar mínútur.

5

Setjið nautakraft í heitt vatn og hellið því saman við kjötið ásamt kókosmjólkinni.

6

Lækkið hitann og hægeldið í 1 klst og 30 mínútur. Bætið við nautasoði ef þörf er á.

7

Skerið kartöflurnar niður til helminga eða í fernt og bætið saman við. Sjóðið áfram í 20-30 mínútur.

8

Kreystið safa úr einni límónu og bætið saman við. Saxið kóríander og stráið yfir ásamt sneiðum af chilí.

9

Berið fram með hrísgrjónum og rajita.


GRGS uppskrift.

SharePostSave

Hráefni

 2 msk olía frá Filippo Berio
 1 dl hveiti
 salt og pipar
 1 kg nautakjöt, t.d. nautafillet
 2 msk nautakraftur frá Oscar
 400 ml heitt vatn
 1 dós kókosmjólk frá Blue dragon
 500 g litlar kartöflur
 Safi úr 1 límónu
Karrýmauk frá grunni
 1 rauðlaukur, gróflega skorinn
 2-3 rauð chilí, gróflega söxuð
 2 tsk kóríanderkrydd
 2 tsk cumin (ekki kúmen)
 1/2 tsk kanill
 1/2 tsk hvítur pipar
 4-6 hvítlauksrif
 1 tsk rifið engifer
 3 tsk fiskisósa (fish sauce frá Blue dragon)
 1 tsk púðursykur
 3-4 stilkar af fersku kóríander
 1/2 tsk salt
Annað
 Hrísgrjón frá Tilda
 ferskt kóríander, saxað
 límóna, skorin í litla báta
Hægeldað indverskt nautakarrý

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Nauta ragú pastaÞegar veðrið er grátt þá er ekkert betra en góður pasta réttur. Hér erum við með dýrindis nauta ragú pastarétt.…
blank
MYNDBAND
BBQ pylsuspjótÞessi uppskrift að BBQ pylsuspjótum er einföld, litrík og einstaklega bragðgóð – fullkomin fyrir sumarið! Hver og einn getur auðvitað…