Smokkfiskur í tempura deigi með chilimajónesi

Æðislegur smokkfiskur í tempura deigi með chili majónesi.

Magn1 skammturRating0.0

Uppskrift

Hráefni

 1 poki smokkfiskshringir
 Olía til djúpsteikingar
Tempura deig
 1 bolli hveiti
 1 msk sykur
 1 msk maísmjöl
 1 tsk salt
 1 tsk lyftiduft
 1 ½ bolli kolsýrt vatn
Chilimajónes
 150 ml japanskt majones
 2 stk þurrkaður chili - fínt skorið (deSIAM dried chili)
 1/2 ferskt chili
 1 tsk reykt paprikuduft
 1 msk eplaedik
 Salt

Leiðbeiningar

1

Hitið olíu til djúpsteikingar í víðum potti. Olían skal vera 180 - 190° C heit þegar smokkfiskurinn er djúpsteiktur.

2

Blandið saman öllum hráefnum fyrir tempura deigið saman í skál.

3

Þerrið smokkfiskshringina og leggið í deigið.

4

Steikið smokkfiskinn í olíunni í 2 - 3 mínútur. Þerrið aftur á pappír og kryddið með salti.

5

Blandið saman í skál japönsku majónesi, þurrkuðum og ferskum chili, reyktri papriku og eplaediki. Smakkið til með salti.


Uppskrift frá Ólafi Ágústssyni úr Sælkerafiskur allt árið.

SharePostSave

Hráefni

 1 poki smokkfiskshringir
 Olía til djúpsteikingar
Tempura deig
 1 bolli hveiti
 1 msk sykur
 1 msk maísmjöl
 1 tsk salt
 1 tsk lyftiduft
 1 ½ bolli kolsýrt vatn
Chilimajónes
 150 ml japanskt majones
 2 stk þurrkaður chili - fínt skorið (deSIAM dried chili)
 1/2 ferskt chili
 1 tsk reykt paprikuduft
 1 msk eplaedik
 Salt
Smokkfiskur í tempura deigi með chilimajónesi

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Spicy guacamoleVið elskum ferskt guacamole og hér höfum við örlítið sterkari útgáfu af dásamlegu guacamole!
blank
MYNDBAND
Blinis með reyktum laxiBlinis er fullkominn forréttur eða smáréttur á hlaðborði! Sums staðar er hægt að kaupa tilbúnar kökur en það er ekkert…
blank
MYNDBAND
Fullhlaðið kjúklinga nachosHelgaruppskriftin er mætt og hún er virkilega gómsæt. Fullhlaðið nachos með kjúklingi, svörtum baunum, maís, ostasósu og salsasósu. Frábær réttur…