Print Options:








Smokkfiskur í tempura deigi með chilimajónesi

Magn1 skammtur

Æðislegur smokkfiskur í tempura deigi með chili majónesi.

 1 poki smokkfiskshringir (Sælkerafiskur)
 Olía til djúpsteikingar
Tempura deig
 1 bolli hveiti
 1 msk sykur
 1 msk maísmjöl
 1 tsk salt
 1 tsk lyftiduft
 1 ½ bolli kolsýrt vatn
Chilimajónes
 150 ml japanskt majones
 2 stk þurrkaður chili - fínt skorið (deSIAM dried chili)
 1/2 ferskt chili
 1 tsk reykt paprikuduft
 1 msk eplaedik
 Salt
1

Hitið olíu til djúpsteikingar í víðum potti. Olían skal vera 180 - 190° C heit þegar smokkfiskurinn er djúpsteiktur.

2

Blandið saman öllum hráefnum fyrir tempura deigið saman í skál.

3

Þerrið smokkfiskshringina og leggið í deigið.

4

Steikið smokkfiskinn í olíunni í 2 - 3 mínútur. Þerrið aftur á pappír og kryddið með salti.

5

Blandið saman í skál japönsku majónesi, þurrkuðum og ferskum chili, reyktri papriku og eplaediki. Smakkið til með salti.