Kjúklingabauna taco með avocado-límónu kremi og chili krönsi

Á mínu heimili er mexíkóskur matur líklega sá allra vinsælasti af öllu sem boðið er upp á. Og hann er svo sannarlega oft á boðstólum í allskonar útgáfum. Það hjálpar vissulega til hversu ótrúlega fljótlegt það er að útbúa hann. Yfirleitt eru þetta allra handa tortillur og taco kökur fylltar með öllu mögulegu. Fer oft eftir því hvað er til í kælinum og hvaða sósur eru til. Ég á alltaf til kjúklingabaunir í dós en mér finnst ótrúlega þægilegt að grípa í þær þegar ég nenni ekki að hafa kjöt. Síðan eru þær líka hræ ódýrar. Ég geri líka yfirleitt mitt eigið taco krydd en það er ótrúlega einfalt og miklu ódýrara og hollara en það sem til er í bréfum. Og síðan, það allra mikilvægasta í heimagerða taco bransanum er að hafa eitthvað krönsí með, hvort sem það eru nachos flögur eða annað snakk. Alveg sjúklega gott og passar fullkomlega með þessu taco-i.

Skoða nánar
 

Pylsur í brauði á teini

Ef þessi samsetning segir ekki S U M A R þá veit ég ekki hvað! Þetta er súpereinföld lausn á „Pigs in a blanket“ eins og Ameríkaninn myndi orða það! Snilld til að græja í útilegunni og slá í gegn hjá ungum sem öldnum!

Skoða nánar
 

Litlir ostabakkar

10 litlir bakkar – Það má raða hverju sem hugurinn girnist í boxið en ég segi það þarf að vera eitthvað kex, kjöt, ostur, ber og sætt, þá eruð þið í góðum málum!

Skoða nánar
 

Jalapeño „Poppers“

Þegar maður tekur rjómaostafyllt jalapeño á næsta stig verður útkoman hreint út sagt stórkostleg! Að bæta við kjúkling gerir þetta matarmeira og þetta passar allt ótrúlega vel saman.

Skoða nánar