Kjúklingabaunasalat

Kjúklingabaunasalat

Kjúklingabaunasalat hefur oft verið okkar “go to” inní nestissamlokuna. Það er bragðmikið, saðsamt og nokkuð næringarþétt sem hentar fyrir bæði ferðalögin, útipiknik en líka skólanestið.

Það er að sjálfsögðu hægt að setja kjúklingabaunasalat inní vefju, útá salatskálina, nota sem meðlæti eða topping á bakaða kartöflu / sæta kartöflu, á kexið…. ég held þið náið þessu 😉

Read more

Grillaðar samlokur

Grillaðar samlokur

Hér kemur ein djúsí, mjög einföld og ótrúlega góð samloka. Hún inniheldur uppáhalds hamborgarasósuna mína frá Heinz, skinku, salat, tómata, jalapeno ásamt cheddar-og havarti ost. Nammii! Ég kaupi nánast alltaf þessa sósu þegar við grillum hamborgara en hún er alveg jafn góð á svona djúsí samlokur. Mæli með að bera fram með óáfengum Corona bjór, hann er virkilega góður.

Read more

Silungssneiðar

Silungssneiðar

Það þarf ekki að vera flókið til að vera gott! Ég elska þegar eitthvað svona einfalt slær algjörlega í gegn. Það tekur enga stund að smella í þessa dásemd og til þess að flýta enn frekar fyrir getið þið keypt niðurskorinn silung/lax. Rjómaostur með lauk fullkomnar þetta síðan allt saman!

Read more