Algjörlega truflaðar heslihnetu brownies með súkkulaðismjöri

Ég veit hreinlega ekki hvaða lýsingarorð eru nógu sterk til þess að lýsa þessum brownies. Aldrei í lífinu hef ég smakkað þær betri og heimilisfólkið var mér svo sannarlega sammála. Þær eru með góðu djúpu súkkulaðibragði en bragðið af súkkulaðismjörinu og núggatinu í súkkulaðinu skín í gegn. Ristaðar heslihneturnar færa þær svo upp á eitthvað stig sem ég vissi varla að væri til. Það tekur smá tíma að nostra við þær, rista hneturnar og svona en það er fullkomlega þess virði. Þær eru „fudgy“, smá blautar í miðjunni en með stökkum toppi. Fullkomnar í helgarkaffitímann!

Skoða nánar
 

Páskasmákökur

Þessar eru æði! Ekki nóg með það að vera fullar af mini eggs þá eru þær líka fylltar með súkkulaðismjöri sem gerir þær extra djúsí. Þær eru fullkomnar í páska baksturinn, skemmtilegt að gera þær með börnum og frábært að bjóða upp á nýbakaðar smákökur í bröns eða kaffitíma.

Skoða nánar
 

Heitar krossbollur með kanil, vanillu og dökku súkkulaði

Hot cross buns eða heitar krossbollur eru bakaðar víða um heim um páskana og yfirleitt þá á föstudaginn langa. Þær koma í allskonar útfærslum, algengt er að þær innihaldi rúsínur, sultaða ávexti, appelsínubörk, súkkulaði eða hnetur. Þær tengjast bæði í kristni en einnig í heiðinn sið. Krossinn getur táknað kross Krists og vísað þannig í krossfestinguna. Í heiðnum sið táknar krossinn fjögur kvartilaskipti tunglsins og eru bollurnar fórn til gyðjunnar Eostre sem er gyðja vors og dögunar.
Þessar eru í vegan útgáfu með dökku súkkulaði, kanil og ekta vanillukornum. Þær passa sérlega vel í páskabrönsinn eða páskakaffið. Hægt er að leika sér endalaust með uppskriftina, setja rúsínur til móts við súkkulaðið, sleppa kanil og setja rifinn appelsínubörk osfrv.
Þær passar mjög vel í páskabrönsinn eða páskakaffið og eru bestar ylvolgar með smjöri.

Skoða nánar
 

Allra bestu súkkulaðibitakökurnar hennar Moniku

Þessar súkkulaðibitakökur slá allar aðrar út, það er bara staðreynd! Ég hef bakað þær ótal sinnum en í grunninn er þetta uppskrift sem leikkonan Courtney Cox birti á Instagram síðu sinni. Því ganga þessar kökur undir nafninu „Moniku kökurnar “ af augljósum ástæðum. Þær hafa algjörlega slegið í gegn hjá öllum þeim sem hafa smakkað þær en þær ná að vera stökkar að utan en líka mjúkar en um leið smávegis seigar. Þær innihalda vænt magn af súkkulaði og ekta vanillu sem gerir bragðið algerlega ómótstæðilegt.
Það eru nokkur atriði sem skilur þær að frá öðrum. Í fyrsta lagi nota ég bæði venjulegt hveiti og brauðhveiti en þær verða smá seigar með því síðarnefnda. Einnig skiptir máli að nota bæði venjulegan hvítan sykur með púðursykrinum. Þá er þetta mikla magn súkkulaðis algerlega nauðsynlegt og ég mæli ekki með því að freistast til þess að minnka það. Það er einnig mikilvægt að saxa súkkulaðið mjög gróft. Hver kaka er mjög stór og það er líka mikilvægt að halda stærðinni. Það er þá frekar hægt að skera hverja tilbúna köku í tvennt eða fernt ef það á að bera þær á borð fyrir gesti. Að síðustu er mjög mikilvægt að kæla deigið í að minnsta kosti sólarhring áður en þær eru bakaðar, en jafnvel fara upp í 48 stundir eða lengur.

Skoða nánar
 

Vegan Paris-Brest bollur með pralíni og vanillurjómakremi

Paris-Brest er einn allra besti eftirréttur sem til er á jörðinni. Eða það finnst mér að minnsta kosti. Eftirrétturinn er upprunninn í Frakklandi eins og nafnið gefur til kynna og eru til ýmsar útgáfur af honum.

Yfirleitt er þetta vatnsdeig sem mótað er í hring og fyllt með pralín og vanillukremi (Crème Pâtissière). Það er eitthvað við þessa pralín-vanillukrems blöndu sem er algerlega ómótstæðilegt og það er ekki oft sem hægt er að nálgast þennan eftirrétt á Íslandi.

Ég var heillengi að prófa mig áfram með gerð þessarar bollu og gerði ótal útgáfur af henni. Þessi útgáfa kom lang best út. Bollan sjálf er úr smjördeigi sem er nánast án undantekninga vegan. Heimagerða pralínið er gert úr ristuðum heslihnetum og möndlum og vanillukremið úr haframjólk og hafrarjóma ásamt góðri vanillu og vegan smjöri. Þessi samsetning er algerlega himnesk og ég skora á ykkur að prófa þessa dýrð!

Skoða nánar
 

Mjúkar glútenlausar piparkökumuffins

Í desember er mikill hátíðarspenningur og margir vilja gera vel við sig. Ég verð alltaf fyrir innblástri af jólabakstri í desember og set mér skemmtilegar áskoranir að setja hátíðargúmmelaði í aðeins næringarríkari búning. Piparkökumuffins var það sem ég fékk á heilann. Bakstur er algjör eðlisfræði og eftir nokkrar tilraunir þá öðlaðist ég enn meiri skilning á bakstri. Eplaedik og matarsódi gerir galdur hef ég komist að í vegan bakstri og hörfræ sjá svo sannarlega um hlutverk eggja. Hér höfum við mjúkar, fluffy og ótrúlega góðar piparkökumuffins sem eru glútenlausar og án hvíts sykur þó lygilegt sé.

Skoða nánar
 

Hátíðleg kókosterta með stórkostlegu súkkulaðikremi

Þessi sparilega terta er fullkomin fyrir alla unnendur kókoss og súkkulaðis. Það er smá bounty fílíngur í henni en á einhvern fágaðan hátt. Dúnmjúkir kókosbotnarnir fara einstaklega vel með þessu unaðslega súkkulaðikremi sem toppar allar aðrar súkkulaðikrems uppskriftir að mínu mati. Það er fínlegt kókosbragð af kreminu vegna kókoskremsins sem er í því og brædda dökka súkkulaðið gerir það algerlega fullkomið. Þessi drottning sómir sér vel á hvaða veisluborði sem er yfir hátíðarnar.
Kókoskremið frá Rapunzel er vegan og það er lítið mál að veganvæða uppskriftina. Þá er hægt að nota aquafaba í stað eggjanna, Oatly mjólk í stað mjólkurvaranna og vegan smjör í stað venjulegs smjörs.

Skoða nánar
 

Cointreau konfektmolar

Það er fátt sem toppar heimatilbúnar jólagjafir og ekki skemmir fyrir ef hún er himnesk á bragðið. Hér er ein slík hugmynd, Cointreau konfektmolar búnir til úr kransakökumassa og bræddu súkkulaði með appelsínubragði.

Skoða nánar