Yankie ostakaka

  ,   

mars 21, 2017

Ótrúlega djúsí Yankie ostakaka.

Hráefni

Botn

290 gr mulið Oreo (26 kökur)

110 gr smjör

2 tsk vanillusykur

Karamellusósa

2 msk púðursykur

40 gr smjör

4 msk rjómi

Súkkulaði ganaché

60 gr suðusúkkulaði (saxað)

3 msk rjómi

Ostakakan sjálf

500 gr Philadelphia rjómaostur (við stofuhita)

90 gr sykur

1 tsk vanillusykur

4 gelatínblöð

60 ml sjóðandi vatn (til að leysa upp gelatínið)

400 ml þeyttur rjómi

3 Yankie (skorin smátt) + 2 til skrauts (skorin stærra)

Leiðbeiningar

1Byrjið á botninum. Blandið saman muldu Oreo, vanillusykri og bræddu smjöri. Klæðið botn (og hliðar ef vill) á 20-22 cm springformi og þjappið blöndunni á botninn og upp um ½ hliðanna. Setjið í kæli á meðan sósur og kakan sjálf er útbúin.

2Gerið næst karamellusósuna með því að setja allt saman í pott. Suðan látin koma upp og þá lækkað í miðlungshita og hrært vel í um 7-9 mínútur. Hellið karamellunni í skál og látið standa á borðinu þar til þykknar.

3Súkkulaði ganaché má útbúa næst og er hituðum rjómanum hellt yfir saxað súkkulaðið og látið standa í um 3 mínútur. Því næst er þessu hrært saman og látið standa líkt og karamellan þar til þykknar.

Ostakakan sjálf

1Á meðan er kakan sjálf útbúin.

2Þeytið saman rjómaost, sykur og vanillusykur þar til létt og ljóst.

3Leggið gelatínblöð í kalt vatn í um 10 mínútur, setjið í sigti (til að losna við óþarfa vatn) og því næst í vel heitt vatnið (60 ml) til að leysa upp. Hrærið vel saman og tryggið að blandan sé uppleyst og leyfið því næst að ná stofuhita.

4Skerið 3 Yankie smátt niður, losið bitana í sundur og leggið til hliðar.

5Hellið gelatínblöndunni saman við rjómaostblönduna og hrærið aftur vel.

6Því næst er þeytta rjómanum vafið saman við rjómaostablönduna og niðurskornu Yankie blandað saman við.

Samsetning

1Sækið kældan Oreo botninn í kælinn.

2Hellið ½ af ostakökublöndunni í formið og dreifið að sama skapi ½ af karamellusósunni og ½ af súkkulaðisósunni yfir. Takið grillpinna/tannstöngul og dragið sósurnar fram og tilbaka yfir kökuna til að gera marmaraáferð.

3Endurtakið skref 2.

4Plastið vel og setjið í kæli helst yfir nótt, amk í 3-4 klst og skreytið með niðurskornu Yankie áður en kakan er borin fram.

Uppskrift frá Gotterí.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Marmarakaka með besta súkkulaði kreminu

Marmarakaka með besta súkkulaði kreminu er svo góð kaka, svolítið þétt og alls ekki of sæt.

Dumle karamellubitar

Mjúkir bakaðir karamellubitar.

Lífrænt fíkjunammi

Æðislega gott lífrænt fíkjunammi.