fbpx

Vegan súkkulaðivöfflur með þeyttu vanillukremi

Belgískar vöfflur eru eitt það besta sem ég fæ. Þessi útgáfa er hinsvegar vegan og hentar því öllum, eða svo gott sem allavega.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 2 bollar hveiti
 3 msk döðlusykur
 2 tsk lyftiduft
 1/2 matarsódi
 1/2 tsk salt
 1 1/2 bolli Oatly ikaffe haframjólk
 1/4 bolli Oatly sýrður hafrarjómi
 1/4 bolli avocado olía, má líka vera bragðlaus kókosolía
 2 tsk eplaedik
 2 tsk vanilludropar
 1 plata 70% súkkulaði frá Rapunzel gróft saxað (80g)
 1 ferna vanillusósa frá Oatly

Leiðbeiningar

1

Blandið saman öllum þurrefnum í skál fyrir utan súkkulaðið.

2

Setjið öll blautu efnin í aðra skál og hrærið vel. Hellið út í þurrefnin og blandið þar til kekkjalaust. Hrærið súkkulaðið út í með sleikju.

3

Hitið belgískt vöfflujárn og spreyið með olíuspreyi. Súkkulaðið gæti valdið því að vöfflurnar festist frekar. Setjið um 1/4 bolla fyrir hverja vöfflu. Bakist þar til vöfflurnar eru orðnar vel gylltar.

4

Þeytið vanillusósuna frá Oatly líkt og þeyttan rjóma, berið fram með vanillusósunni og því sem hugurinn girnist.


Uppskrift frá GRGS.

DeilaTístaVista

Hráefni

 2 bollar hveiti
 3 msk döðlusykur
 2 tsk lyftiduft
 1/2 matarsódi
 1/2 tsk salt
 1 1/2 bolli Oatly ikaffe haframjólk
 1/4 bolli Oatly sýrður hafrarjómi
 1/4 bolli avocado olía, má líka vera bragðlaus kókosolía
 2 tsk eplaedik
 2 tsk vanilludropar
 1 plata 70% súkkulaði frá Rapunzel gróft saxað (80g)
 1 ferna vanillusósa frá Oatly

Leiðbeiningar

1

Blandið saman öllum þurrefnum í skál fyrir utan súkkulaðið.

2

Setjið öll blautu efnin í aðra skál og hrærið vel. Hellið út í þurrefnin og blandið þar til kekkjalaust. Hrærið súkkulaðið út í með sleikju.

3

Hitið belgískt vöfflujárn og spreyið með olíuspreyi. Súkkulaðið gæti valdið því að vöfflurnar festist frekar. Setjið um 1/4 bolla fyrir hverja vöfflu. Bakist þar til vöfflurnar eru orðnar vel gylltar.

4

Þeytið vanillusósuna frá Oatly líkt og þeyttan rjóma, berið fram með vanillusósunni og því sem hugurinn girnist.

Vegan súkkulaðivöfflur með þeyttu vanillukremi

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
PáskasmákökurÞessar eru æði! Ekki nóg með það að vera fullar af mini eggs þá eru þær líka fylltar með súkkulaðismjöri…