Vegan karamellukaka með kókosrjóma og súkkulaðisósu

  , ,   

nóvember 16, 2020

Þessi kaka þarfnast smá undirbúnings en er svo mikið þess virði.

Hráefni

Botn

80 g möndlur

100 g haframjöl

1/4 tsk salt

60 ml kókosolía

3 msk hlynsíróp

2 msk mjúkt hnetusmjör

nóv 04, 20201 394

Vegan karamellukaka með kókosrjóma og súkkulaðisósu

by Berglindí Kaka, Partý, Vegan

Rating

1 Star2 Stars3 Stars4 Stars5 Stars

Botn

80 g möndlur

100 g haframjöl

1/4 tsk salt

60 ml kókosolía

3 msk hlynsíróp

2 msk mjúkt hnetusmjör

Látið möndlur, haframjöl og salt í matvinnsluvél og blandið gróflega saman við. Bræðið kókosolíuna og blandið við hafrablönduna ásamt hlynsírópi og hnetusmjöri. Blandið öllu saman. Setjið í form með smjörpappír og stingið deigið með gaffli á nokkrum stöðum. Bakið í 180°c heitum ofni í 12-15 mín. Takið úr ofni og kælið.

Fylling

1 dós Blue Dragon kókosmjólk (sett í kæli yfir nótt)

1-2 msk síróp

1 tsk vanillusykur

125 ml kókosolia

80 ml kókosrjómi

125 ml hlynsiróp

185 g hnetusmjör

1/4 tsk sjávarsalt

1/2 tsk vanillusykur

Súkkulaðisósa

1 msk Cadbury's kakó

1 msk kókosolía, fljótandi

1/2 msk síróp

Leiðbeiningar

Botn

1Látið möndlur, haframjöl og salt í matvinnsluvél og blandið gróflega saman við.

2Bræðið kókosolíuna og blandið við hafrablönduna ásamt hlynsírópi og hnetusmjöri.

3Blandið öllu saman. Setjið í form með smjörpappír og stingið deigið með gaffli á nokkrum stöðum.

4Bakið í 180°c heitum ofni í 12-15 mín.

5Takið úr ofni og kælið.

Fylling

1Látið hrærivélaskál í ísskáp 1-2 klst.

2Hellið vökvanum frá kókosmjólkinni í glas (getið notað í þeytinga síðar) og takið hvíta massann og setjið í hrærivélina.

3Þeytið þar til farin að líkjast áferð rjóma.

4Bætið sírópi og vanillusykri saman við.

5Setjið kókosolíu í pott ásamt 80 ml af kókosrjómanum sem þið voruð að búa til.

6Hitið við vægan hita þar til kókosolían er fljótandi. Takið af hitanum og bætið hlynsírópi, hnetusmjöri, sjávarsalti og vanillusykri saman við og hrærið vel.

7Setjið yfir botninn og látið í kæli í 2 klst.

Súkkulaðisósa

1Blandið öllu saman rétt áður en kakan er borin fram þar sem súkkulaðisósan harðnar.

Uppskrift frá GRGS.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Milka Brownies

Einföld og bragðgóð Milka súkkulaði brownie kaka.

Karamellumarengs

Það er fátt betra en púðursykurmarengs að mínu mati! Hvað þá þegar búið er að toppa slíka tertu með ljúffengri karamellu í allar áttir, namm þessi er sko B O B A eins og Bubbi myndi segja það!

Gómsæt Dumle mús

Hér kemur ofur einfaldur og mjög ljúffengur eftirréttur. Músin hefur aðeins fjögur innihaldsefni og tekur litla stund að útbúa.