fbpx

Vegan brownies með kókossúkkulaði

Kjúklingabauna brownies. Hljómar kannski ekki spennandi en það er bara ekki snefill af baunabragði. Heldur bara mjúkar, bragðgóðar kökur sem engum dettur í hug að innihaldi eitthvað annað en þetta hefðbundna eins og hveiti og hvítan sykur.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 1 dós kjúklingabaunir frá Rapunzel, vökvinn síaður frá (hægt að nota í marengs o.fl.)
 1/3 bolli möndlusmjör frá Rapunzel
 1/3 bolli Rapadura hrásykur frá Rapunzel
 1/4 bolli hlynsíróp frá Rapunzel
 5 msk malaðar möndlur eða möndlumjöl
 1/2 tsk lyftiduft
 1/2 tsk matarsódi
 1/4 tsk vanillukorn frá Rapunzel
 1/4 tsk himalayasalt
 100 g kókossúkkulaði frá Rapunzel

Leiðbeiningar

1

Byrjið á því að hita ofninn í 175°C og setja bökunarpappír í lítið eldfast mót, ca. 20x20cm

2

Sigtið kjúklingabaunirnar og skolið vel undir kaldri vatnsbunu

3

Setjið hreinsaðar kjúklingabaunir, möndlusmjör, hlynsíróp, sykurinn, vanillu, möndlumjölið, matarsódann, lyftiduftið og salt í matvinnsluvél og vinnið þar til deigið er silkimjúkt

4

Saxið súkkulaðið og takið fra nokkra stærstu bitana

5

Takið skálina af matvinnsluvélinni og hnífinn úr, skafið deigið af hnífnum og blandið súkkulaðinu saman við með sleikju

6

Setjið deigið í formið og stráið afgang af súkkulaðinu yfir

7

Bakið í 25 - 30 mín, varist að baka kökuna of lengi, þessar brownies eru bestar þegar þær eru mjúkar í miðjunni


Uppskrift frá GRGS.

DeilaTístaVista

Hráefni

 1 dós kjúklingabaunir frá Rapunzel, vökvinn síaður frá (hægt að nota í marengs o.fl.)
 1/3 bolli möndlusmjör frá Rapunzel
 1/3 bolli Rapadura hrásykur frá Rapunzel
 1/4 bolli hlynsíróp frá Rapunzel
 5 msk malaðar möndlur eða möndlumjöl
 1/2 tsk lyftiduft
 1/2 tsk matarsódi
 1/4 tsk vanillukorn frá Rapunzel
 1/4 tsk himalayasalt
 100 g kókossúkkulaði frá Rapunzel

Leiðbeiningar

1

Byrjið á því að hita ofninn í 175°C og setja bökunarpappír í lítið eldfast mót, ca. 20x20cm

2

Sigtið kjúklingabaunirnar og skolið vel undir kaldri vatnsbunu

3

Setjið hreinsaðar kjúklingabaunir, möndlusmjör, hlynsíróp, sykurinn, vanillu, möndlumjölið, matarsódann, lyftiduftið og salt í matvinnsluvél og vinnið þar til deigið er silkimjúkt

4

Saxið súkkulaðið og takið fra nokkra stærstu bitana

5

Takið skálina af matvinnsluvélinni og hnífinn úr, skafið deigið af hnífnum og blandið súkkulaðinu saman við með sleikju

6

Setjið deigið í formið og stráið afgang af súkkulaðinu yfir

7

Bakið í 25 - 30 mín, varist að baka kökuna of lengi, þessar brownies eru bestar þegar þær eru mjúkar í miðjunni

Vegan brownies með kókossúkkulaði

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Hrekkjavöku drauganammiLjúffengt hrekkjavökusælgæti sem inniheldur rice krispies, Tony’s mjólkursúkkulaði, hnetusmjör, síróp og skreytt með hvít súkkulaði draugum. Súkkulaðinu sjálfu er skipt…