Tortillu kaka með graskeri

    

nóvember 6, 2020

Súper góður og einfaldur grænmetisréttur. Tortillum er staflað upp í köku og fylltar með ýmsu góðgæti eins og butternut squash, sveppum, lauk, Philadelphia rjómaosti og cheddar osti. Þetta er svo borið fram með guacamole með fetaosti.

Hráefni

5 tortillur með grillrönd frá Mission

1 butternut squash

2 msk ólífuolía frá Filippo Berio

½ tsk chiliduft

1 tsk cumin

1 tsk salt

¼ tsk pipar

Smjör

250 g sveppir, skornir í smáa báta

1 laukur, smátt skorinn

2-3 hvítlauksrif, pressuð

1 rjómaostur frá Philadelphia

Cheddar ostur, rifinn

100 g spínat

1-2 msk sýrður rjómi

Kóríander

Guacamole með fetaosti

3 stór avókadó eða 5 lítil

1 ½ dl stappaður fetakubbur

Safi úr 1 lime

Chiliflögur eða duft

Salt & pipar

Leiðbeiningar

1Afhýðið butternut squash, fjarlægið fræin úr miðjunni með skeið og skerið það í litla bita.

2Hellið butternut squash bitunum í skál og blandið saman við ólífuolíu, chiliduft, cumin, salt og pipar.

3Dreifið bitunum á bökunarplötu þakta bökunarpappír og bakið í 20 mínútur við 190°C.

4Steikið sveppi og lauk upp úr smjöri. Kryddið með salti og pipar og blandið hvítlauknum saman við í lokin.

5Smyrjið tortillu með rjómaosti, dreifið ¼ af sveppablöndunn og ¼ af butternut squash og dreifið svo spínatinu og cheddar ostinum yfir. Staflið annarri tortillu ofan á og endurtakið þetta þrisvar sinnum í viðbót.

6Smyrjið toppinn á tortillakökunni með sýrðum rjóma og stráið restinni af cheddar ostinum yfir.

7Bakið í ofni í 6-8 mínútur eða þar til osturinn er bráðnaður.

8Skerið í sneiðar og berið fram með guacamole og kóríander.

Guacamole með fetaosti

1Blandið öllu saman með töfrasprota eða stappið öllu saman.

Uppskrift frá Hildi Rut.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Ferskt Thai tófú salat

Tælenskt salat með mísó sósu.

Bakað bauna taquitos

Vefjur með grænmetis- og baunafyllingu, bakað í ofni með osti.

Bragðmikil Marokkósk panna með linsum, feta og tómötum

Þessi réttur er alveg dásamlegur, þarfnast smá undirbúnings en að öðru leyti afar einfaldur.