Tómatsúpa með pasta

  

nóvember 18, 2015

Einstaklega bragðgóð súpa sem notalegt er að gæða sér á.

  • Fyrir: 3-4

Hráefni

2 dl ósoðið pasta

1 dós Hunt´s hakkaðir tómatar með basiliku, hvítlauk og oreganó (411 g)

1 ½ dl vatn

½ laukur, hakkaður

1 hvítlauksrif, pressað

1 dós 18% sýrður rjómi (180 g)

1 grænmetisteningur

1 ½ tsk þurrkuð basilika

1 tsk sykur

salt og pipar

Leiðbeiningar

1Sjóðið pastað í vel söltu vatni (verið óhrædd við að nánast missa saltstaukinn í vatnið) og skolið síðan í köldu vatni.

2Hakkið og steikið laukinn við vægan hita þar til hann er orðinn mjúkur en ekki farin að brúnast. Bætið öllum öðrum hráefnum fyrir utan pastað saman við og látið sjóða í 10 mínútur. Smakkið til og bætið pastanu í súpuna. Berið fram með ferskrifnum parmesan og góðu brauði.

Uppskrift frá Svövu á Ljúfmeti og lekkerheit.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Núðlusúpa Ramen Style

Ramen style núðlusúpa sem einfalt er að gera.

Tómatsúpa

Þessi súpa er svo frábær því hún er ótrúlega bragðgóð, einföld og fljót í eldun, geymist vel og fer vel með budduna.

Heinz chilisúpa

Skólastjórasúpan svokallaða sem allir elska og einfalt er að gera.