Toblerone terta

  ,   

nóvember 22, 2018

Hátíðleg Toblerone terta með svampbotni.

Hráefni

Súkkulaðisvampbotn

3 stk egg

2 dl sykur

1 dl kartöflumjöl

1 dl hveiti

½ dl Cadbury kakóduft

1 tsk lyftiduft

1 tsk kanill

¼ tsk negull

¼ tsk engifer

Pam olíusprey

Tobleronemús

300 g Toblerone súkkulaði

3 stk eggjarauður

3 msk flórsykur

300 ml rjómi (léttþeyttur)

Leiðbeiningar

Súkkulaðisvampbotn

1Þeytið egg og sykur saman þar til blandan er létt og ljós.

2Sigtið þurrefnin og blandið varlega saman við.

3Setjið deigið í smelluform og bakið í 30 mínútur við 170°C blástur.

Tobleronemús

1Bræðið Toblerone í vatnsbaði.

2Þeytið eggjarauður og flórsykur þar til blandan er létt og ljós.

3Blandið öllu varlega saman og setjið á svampbotninn.

4Kælið vel áður en borið er fram.

5Skreytið með Toblerone og ferskum berjum.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Oreo ostaköku smákökur með hvítu Toblerone

Þessar Oreo ostaköku smákökur eru alveg ótrúlega góðar!

Vatnsdeigsbollur með jarðaberjafyllingu

Girnilegar vatnsdeigsbollur með jarðaberjafyllingu.

Vatnsdeigsbollur með súkkulaðifyllingu

Súkkulaðisæla, bollur með Toblerone fyllingu.