Toblerone_terta (Medium)
Toblerone_terta (Medium)

Toblerone terta

  ,   

nóvember 22, 2018

Hátíðleg Toblerone terta með svampbotni.

Hráefni

Súkkulaðisvampbotn

3 stk egg

2 dl sykur

1 dl kartöflumjöl

1 dl hveiti

½ dl Cadbury kakóduft

1 tsk lyftiduft

1 tsk kanill

¼ tsk negull

¼ tsk engifer

Pam olíusprey

Tobleronemús

300 g Toblerone súkkulaði

3 stk eggjarauður

3 msk flórsykur

300 ml rjómi (léttþeyttur)

Leiðbeiningar

Súkkulaðisvampbotn

1Þeytið egg og sykur saman þar til blandan er létt og ljós.

2Sigtið þurrefnin og blandið varlega saman við.

3Setjið deigið í smelluform og bakið í 30 mínútur við 170°C blástur.

Tobleronemús

1Bræðið Toblerone í vatnsbaði.

2Þeytið eggjarauður og flórsykur þar til blandan er létt og ljós.

3Blandið öllu varlega saman og setjið á svampbotninn.

4Kælið vel áður en borið er fram.

5Skreytið með Toblerone og ferskum berjum.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Daim_Creme_Burlee (Medium)

Daim Creme Bruleé

Besta Creme Brulée uppskriftin með Daim.

Dumle_Rocky_road (Medium)

Dumle Rocky Road

Gómsætir karamellubitar með hnetum.

Bubs_Rocky_road (Medium)

Bubs Rocky Road

Einfaldir súkkulaðibitar með salthnetum og BUBS.