Toblerone_terta (Medium)
Toblerone_terta (Medium)

Toblerone terta

  ,   

nóvember 22, 2018

Hátíðleg Toblerone terta með svampbotni.

Hráefni

Súkkulaðisvampbotn

3 stk egg

2 dl sykur

1 dl kartöflumjöl

1 dl hveiti

½ dl Cadbury kakóduft

1 tsk lyftiduft

1 tsk kanill

¼ tsk negull

¼ tsk engifer

Pam olíusprey

Tobleronemús

300 g Toblerone súkkulaði

3 stk eggjarauður

3 msk flórsykur

300 ml rjómi (léttþeyttur)

Leiðbeiningar

Súkkulaðisvampbotn

1Þeytið egg og sykur saman þar til blandan er létt og ljós.

2Sigtið þurrefnin og blandið varlega saman við.

3Setjið deigið í smelluform og bakið í 30 mínútur við 170°C blástur.

Tobleronemús

1Bræðið Toblerone í vatnsbaði.

2Þeytið eggjarauður og flórsykur þar til blandan er létt og ljós.

3Blandið öllu varlega saman og setjið á svampbotninn.

4Kælið vel áður en borið er fram.

5Skreytið með Toblerone og ferskum berjum.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

MG_5782

Spínat og ostafylltar smjördeigsbollur

Þessar spínat og ostafylltu smjördeigsbollur eru hreint út sagt tryllt góðar!

MG_8646-819x1024

Örlítið hollari súkkulaðibita kökur

Góðar súkkulaðibita kökur eins og þær eiga að vera, nema úr örlítið hollari innihaldsefnum, fullkomið ef þú spyrð mig!

Processed with VSCO with  preset

Algjörlega ótrúlegir kókosbitar

Þessir bitar eru ofsalega fljótlegir og renna álíka fljótt niður í svanga munna, litla sem stóra. Aðeins hollara nammi og alveg ótrúlegt gúrm sem gott er að eiga í frysti eða kæli.