Print Options:
Toblerone terta

Magn1 skammtur

Hátíðleg Toblerone terta með svampbotni.

Súkkulaðisvampbotn
 3 stk egg
 2 dl sykur
 1 dl kartöflumjöl
 1 dl hveiti
 ½ dl Cadbury kakóduft
 1 tsk lyftiduft
 1 tsk kanill
 ¼ tsk negull
 ¼ tsk engifer
 Pam olíusprey
Tobleronemús
 300 g Toblerone súkkulaði
 3 stk eggjarauður
 3 msk flórsykur
 300 ml rjómi (léttþeyttur)
Súkkulaðisvampbotn
1

Þeytið egg og sykur saman þar til blandan er létt og ljós.

2

Sigtið þurrefnin og blandið varlega saman við.

3

Setjið deigið í smelluform og bakið í 30 mínútur við 170°C blástur.

Tobleronemús
4

Bræðið Toblerone í vatnsbaði.

5

Þeytið eggjarauður og flórsykur þar til blandan er létt og ljós.

6

Blandið öllu varlega saman og setjið á svampbotninn.

7

Kælið vel áður en borið er fram.

8

Skreytið með Toblerone og ferskum berjum.