Tikka masala grænmetisætunnar

    

maí 4, 2020

Grænmetisréttur með indverskuívafi.

Hráefni

olía til steikingar

2-3 hvítlauksrif, smátt söxuð

1/2 laukur, smátt saxaður

1 1/2 msk garam masala

1 tsk kóríanderkrydd

1 tsk cumin (ekki kúmen)

1 tsk paprikukrydd

1 blómkál

1 dós saxaðir tómatar

2 1/2 dl kókosmjólk, t.d frá Blue dragon

2 dl vatn + 1 tsk grænmetiskraftur, t.d. frá Oscar

salt og pipar

ferskt kóríander (má sleppa)

Leiðbeiningar

1Hitið olíu á pönnu og steikið lauk, hvítlauk, garam masala, kóríander, kúmin og paprikukrydd í um 1-2 mínútur (hrærið stöðugt) eða þar til blandan er farin að gefa frá sér góðan ilm.

2Skerið blómkálið niður og bætið út á pönnuna og steikið áfram í 2 mínútur.

3Bætið þá tómötum, kókosmjólk, vatni og grænmetiskrafti saman við og látið malla í 15 mínútur eða þar til sósan hefur þykknað.

4Bætið kjúklingabaunum saman við og hitið í 3-4 mínútur til viðbótar.

5Setjið í skál og berið fram með hrísgrjónum og etv. fersku kóríander.

Uppskrift frá GRGS.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Bragðgóð og matarmikil mexíkósk súpa

Fljótleg, bragðmikil og matarmikil súpa sem er án kjöts en stútfull af próteinum og öðrum næringarefnum sem gera okkur hraust og geislandi af heilbrigði.

Ljúffengt sveppa risotto

Ljúffengt sveppa risotto sem þú munt elska!