Tikka Masala fiðrilda kjúklingur

    

apríl 16, 2020

Þvílíki lúxusinn sem það er að geta gripið í tilbúnar sósur og kryddmauk og henda í gúrm indverskan sem eldar sig eiginlega bara sjálfur!

Hráefni

1 stór heill kjúklingur

2 msk Mild Curry spice paste frá Pataks

2 msk jurtaolía

1 krukka Tikka Masala sósa frá Pataks

Brún Basmati hrísgrjón

1 bolli brún basmati hrísgrjón

2 1/2 bolli vatn

1/2 tsk salt

Leiðbeiningar

1Skolið kjúklinginn og þerrið með eldhúsbréfi. Setjið hann á plastbretti með bringurnar niður. Klippið hrygginn úr með því að nota fuglaskæri og klippa upp sitthvoru megin við hrygginn. Þegar þið hafið losað hrygginn frá, snúið þá kjúklingnum við og ýtið niður á bringurnar.

2Setjið kjúklinginn í eldfast mót eða stóra steypujárnspönnu með bringurnar upp. Blandið saman karrímaukinu frá Pataks og olíunni saman í skál og makið vel á allan kjúklinginn. Munið að bera líka á hann undir. Leyfið að marínerast í 30 mín en 15 mín duga alveg.

3Hitið ofninn á meðan upp í 230°C. Takið þá Tikka masala sósuna og makið vel af henni yfir kjúklinginn, alveg 1/3 af krukkunni amk. Setjið kjúklinginn inn. Eftir 15 mín lækkið þið hitann niður í 180°C og haldið áfram að ofnsteikja kjúklinginn. Það er gott að pensla hann aðeins með tikka masala sósunni á tímanum sem hann er inni í ofni.

4Það er gott að miða við að byrja að sjóða hrísgrjónin þegar kjúklingurinn fer inn í ofn. Berið fram með afgangnum af Tikka masala sósunni, hríagrjónunum, naan brauði og jafnvel fersku salati.

Brún Basmati hrísgrjón

1Setjið hrísgrjón í pott ásamt vatni og salti. Hrærið aðeins í með sleif. Stillið á hæsta hita og leyfið suðunni að koma upp. Um leið og byrjar að sjóða lækkið þið undir grjónunum (ég fer úr 14 niður í 5) bara þannig að rétt svo malli undir. Hafið lokið á og sjóðið án þess að taka lokið af eða hræra í grjónunum í 45 mín. Þetta verða fullkomin hrísgrjón! Verða ekki klesst og ofsoðin

Uppskrift frá Völlu á GRGS.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Kjúklingur á teini með guðdómlegri gyðjusósu

Grillaður kjúklingur með bragðmikilli sósu.

Oregano kjúklingaréttur með rjómachilísósu

Kjúklingaréttur með bragðmikilli rjómachilísósu.

Kjúklingaspjót á grillið

Grillaður hvítlauks kjúklingur með Ritz mulning.