Tígrisrækjur á spjóti með avókadó og sætri chilisósu

  , , , ,   

janúar 31, 2017

Tígrisrækjur og avókadó með sætri chilisósu.

Hráefni

6 stk stórar tígrisrækjur (Sælkerafiskur)

3 spjót

10 msk sæt chilisósa

(deSIAM Pinapple and Sweet chili sósa)

1 avókadó

1/3 rauðlaukur - fínt skorinn

4 stilkar kóríander

1/2 límóna - safinn

2 msk sítrónuolía

Salt

Leiðbeiningar

1Hitið ofninn í 200° C.

2Marínerið tígrisrækjurnar í 5 msk af sætu chilisósunni, geymið afganginn af henni þar til síðar. Þræðið upp á spjót og kryddið með salti.

3Setjið í eldfast mót og eldið í ofninum í ca 7 mínútur. Setjið þá restina af sætu chilisósunni yfir.

4Skerið avókadóið í grófa teninga, marínerið í límónusafa og sítrónuolíu. Blandið rauðlauk og kóríander saman við og kryddið með salti.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Bleikja með Philadelphia rjómaosti og Eat Real krönsi

Einföld bleikja með rjómaosti og krösti, bakað í ofni.

Alfredo pasta með tígrisrækjum og rjómaosti

Tígrisrækjur og penne pasta í ljúffengri Alfredo sósu er afar gómsæt blanda og passar sérlega vel að sötra ískalt hvítvín með.

Dýrðlegt fiski Tacos með Habanero sósu

Þetta er afar auðveld uppskrift, það þarf einungis að steikja fiskinn sem er velt upp úr blöndu af panko raspi og parmesan og guð hvað það er gott.