Þorskur með TABASCO® hjúp

    

október 16, 2018

Þorskhnakki í krydduðum brauðrasphjúp.

Hráefni

800 g þorskhnakkar

salt og pipar

grænt TABASCO® eftir smekk

150 g smjör

1 búnt steinselja

1 búnt basil

2 stk hvítlauksrif

50 ml Filippo Berio olífuolía

1 stk límóna - safinn

3 dl brauðrasp

salt og pipar

Leiðbeiningar

1Skerið þorskhnakka í bita, kryddið með salti og pipar, veltið fisknum upp úr ólífuolíu og raðið í eldfast mót.

2Búið til kryddblöndu með því að setjasmjör, kryddjurtir, hvítlauk, brauðrasp, límónusafa og ólífuolíu í matvinnsluvél.

3Setjið kryddblönduna ofan á þorskhnakkann.

4Bakiðí ofni við 180° í u.þ.b. 10 mínútur eða þar til hjúpurinn er stökkur og fiskurinn eldaður.

5Berið fram með salati.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Bleikja með Philadelphia rjómaosti og Eat Real krönsi

Einföld bleikja með rjómaosti og krösti, bakað í ofni.

Alfredo pasta með tígrisrækjum og rjómaosti

Tígrisrækjur og penne pasta í ljúffengri Alfredo sósu er afar gómsæt blanda og passar sérlega vel að sötra ískalt hvítvín með.

Dýrðlegt fiski Tacos með Habanero sósu

Þetta er afar auðveld uppskrift, það þarf einungis að steikja fiskinn sem er velt upp úr blöndu af panko raspi og parmesan og guð hvað það er gott.