Thai style kjúklingatortilla í hnetusmjörsósu

    

október 22, 2015

Einfaldar og bragðgóðar kjúklingavefjur með Tælensku ívafi.

  • Fyrir: 4

Hráefni

Sósa

5 msk hnetusmjör

2 msk soyasósa, t.d. soy sauce frá Blue Dragon*

2 msk hunang

1 msk chilimauk, minched chili frá Blue Dragon

1 msk engifer, fínrifið

1 msk safi úr límónu

Vefjur

500 g kjúklingur, ég notaði kjúklingalundir frá Rose Poultry

2-3 gulrætur, skornar í strimla

2-3 vorlaukar, skornir smátt

½ kálhaus, t.d.Iceberg

lófafylli af salthnetum (eða eftir smekk)

annað að eigin vali eins og t.d. brokkóli, edamamebaunir og ferskt kóríander

4-6 tortillavefjur frá Mission t.d. með grillrönd

Leiðbeiningar

1Blandið saman öllum hráefnunum fyrir sósuna í eina skál og hrærið vel saman.

2Skerið kjúklinginn í bita og steikið á pönnu þar til hann er fulleldaður. Hellið helminginum af sósunni saman við kjúklinginn og blandið vel saman.

3Setjið nú vefjuna saman með því að láta smá sósu á tortilluna (má sleppa ef ykkur finnst vera nægileg sósa á kjúklinginum), kál, kjúkling, grænmeti og að síðustu salthnetur og kóríander ef þið bjóðið upp á það.

4Berið vefjurnar fram með sósunni sem varð eftir.

Uppskrift frá GulurRauðurGrænn&Salt.

00:00

0 umsagnir

All fields and a star-rating are required to submit a review.

Aðrar spennandi uppskriftir

Kjúklingur í hunangs- og sinnepsmarineringu

Bragðgóður einfaldur kjúklingaréttur með hunangs- og sinnepsmarineringu.

Kjúklinganaggar sem krakkarnir elska

Stökkir kjúklinganaggar.

Tikka Masala fiðrilda kjúklingur

Þvílíki lúxusinn sem það er að geta gripið í tilbúnar sósur og kryddmauk og henda í gúrm indverskan sem eldar sig eiginlega bara sjálfur!