IMG_1041
IMG_1041

Thai kjúklingaréttur með kasjúhnetum í sætri tómatsósu

    

desember 8, 2017

Hér sannast að einfalt er svo langbest – njótið vel!

Hráefni

Kjúklingur

4 kjúklingabringur, skornar í strimla t.d. frá Rose Poultry

1 dl hveiti, sett á disk

1-2 laukar, skornir í teninga

1 paprika, skorin í teninga

200 g kasjúhnetur

3 vorlaukar, skornir gróflega

1 rautt chilí, skorið í sneiðar

Sósa

2 dl ostrusósa, t.d. Oyster sauce frá Blue dragon

2 dl soyasósa, t.d. Dark soy sauce frá Blue dragon

2 dl tómatsósa

1 dl hrásykur

2 hvítlauksrif, söxuð

Leiðbeiningar

1Blandið öllum hráefnum fyrir sósuna saman og smakkið til.

2Veltið kjúklingabitum upp úr hveiti.

3Setjið olíu á pönnu og hitið vel. Steikið kjúklingabitana þar til þeir eru gylltir að lit.

4Bætið lauk, papriku, hnetum, chilí og vorlauk saman við og steikið.

5Bætið sósunni út á pönnuna (magn að eigin smekk) og blandið vel saman. Athugið að magnið er frekar mikið svo ekki víst að þið notið alla sósuna – en mér þykir voða gott að hafa mikið af sósu í þessum rétti.

6Takið fljótlega af hitanum og berið fram með hrísgrjónum.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

MG_436m7 (Medium)

Sweet chilli stir fry núðluréttur

Ekta matur sem er fullkomið að hafa í miðri viku.

Japanskt kjúllasalat

Japanskt kjúklingasalat með sætri chilísósu og stökkum núðlum

Eitt það allra besta sem þið hafið bragðað!

Kjúlli hvítlauks

Hvítlauks- og parmesan kjúklingur með litríku rótargrænmeti

Meinholl og staðgóð máltíð þegar við nennum ekki að elda.