Tælenskur chilíkjúklingur á 10 mínútum

    

nóvember 11, 2015

Ofureinfaldur og bragðgóður tælenskur chilíkjúklingur á 10 mínútum.

  • Undirbúningur: 10 mín
  • Eldun: 30 mín
  • 10 mín

    30 mín

    40 mín

Hráefni

Tælenskur chilíkjúklingur

2 msk smjör

8 kjúklingalæri, t.d. úrbeinuð læri frá Rose Poultry

35 g salthnetur, saxaðar

2 msk saxað kóríander

Sósan

60 ml sweet chilísósa, t.d. frá Blue Dragon

2 msk soyasósa, t.d. frá Blue Dragon

2 hvítlauksrif, pressuð

1 msk fiskisósa, t.d. Fish sauce frá Blue dragon

1 msk engifer, rifið

safi úr 1 límónu

1 tsk chilímauk, t.d. minched chilí frá Blue dragon (má sleppa ef ykkkur finnst sósan nægilega sterk)

Leiðbeiningar

1Hrærið öllum hráefnunum fyrir sósuna saman og takið til hliðar.

2Bræðið smjörið á pönnu yfir meðalhita.

3Setjið kjúklingalærin á pönnuna og steikið á báðum hliðum í 2-3 mínútur eða þar til þau eru gyllt.

4Hellið þá chilísósunni saman við.

5Hellið öllu af pönnunni í ofnfast mót og setjið í 165 gráðu heitan ofn í 25-30 mínútur.

6Setjið á grill í lokin í 2-3 mínútur.

7Berið fram með söxuðu kóríander og salthnetum, hrísgrjónum og góðu salati.Njótið!

Uppskrift frá GulurRauðurGrænn&Salt.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Kjúklingavefjur með Tuc og rauðkálshrásalati

Vefja með krönsí kjúkling og rauðkáli.

Sannkölluð Inversk matarveisla

Kjúklinga korma með kjúklingabauna garam masala, kókosmjólkur hrísgrjónum og heimagerðu pappadums.

Dumpling salat með edamame og brokkólí

Létt og gott salat með grænmeti og kjúklinga dumplings.